Greiðslur vaxta um áramót
Vaxtagreiðslur innlánsreikninga fyrir árið 2017 og skuldfærsla vegna vaxta á yfirdráttarlánum fyrir desembermánuð 2017 munu fara fram þann 29. desember. Útreikningur miðast við stöðuna á reikningum eins og hún er um kl. 18.00 sama dag.
Allar millifærslur og aðrar greiðsluaðgerðir sem framkvæmdar verða milli kl. 18.00 til 21.00 þann 29. desember 2017, tilheyra þó árinu 2017 og verður tekið tillit til þeirra við næsta útreikning vaxta.
Allar færslur sem framkvæmdar verða eftir kl. 21.00 þennan dag munu bókast 2. janúar og tilheyra árinu 2018.