Kynningarfundur um fjármögnun fyrirtækja í eigu kvenna
Fimmtudaginn 21. september verður haldinn kynningarfundur um fjármögnunarmöguleika hjá Svanna – lánatryggingasjóði kvenna og Landsbankanum. Fundurinn verður haldinn klukkan 12.00 í Kjarvalsstofu, hjá Landsbankanum, Austurstræti. Einnig verða styrkjamöguleikar hjá Atvinnumálum kvenna kynntir.
Á fundinum verða frumsýnd stutt kynningarmyndbönd um Svanna. Vonast er til þess að sem flestar frumkvöðlakonur sjái sér fært að mæta og þiggja léttar veitingar.
Í samstarfi við Svanna - lánatryggingasjóð kvenna veitir Landsbankinn konum í atvinnurekstri lán sem sjóðurinn og bankinn ábyrgjast sameiginlega. Samstarfssamningurinn er liður í þeirri viðleitni Landsbankans að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar í landinu.