Íbúðalánavernd fyrir viðskiptavini Landsbankans
Landsbankinn í samvinnu við Sjóvá býður nú viðskiptavinum sem hafa tekið íbúðalán hjá bankanum upp á að kaupa sérstaka líftryggingu, Íbúðalánavernd, sem er ætlað að stuðla að fjárhagslegu öryggi fjölskyldu og aðstandenda ef lántaki fellur frá.
Við fráfall lántakanda greiðast bætur Íbúðalánaverndar inn á íbúðarlánið hjá bankanum. Íbúðalánavernd léttir því greiðslubyrði eftirlifandi aðstandanda og stuðlar þannig að því að þeir geti búið áfram á sama heimili þrátt fyrir breyttar aðstæður.
Elín Þórunn Eiríksdóttir framkvæmdastjóri Reksturs og þróunar hjá Sjóvá og Helgi Teitur Helgason framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Landsbankans skrifa undir samstarfssamning fyrir Íbúðalánavernd Landsbankans.