Náman
Við léttum þér lífið
Í Námunni færðu enn betri kjör, sérsniðna þjónustu og ráðgjöf eftir þínum þörfum.
Námsstyrkir
Á hverju ári veitum við sextán námsstyrki til viðskiptavina sem eru í námi. Heildarupphæð styrkja er 8.000.000 kr.
Þegar þú greiðir í séreignarsparnað færð þú í raun launahækkun þar sem launagreiðandi greiðir 2% til viðbótar.
Það er einfalt að setja sér sparnaðarmarkmið í appinu og jafnvel deila því með öðrum, t.d. vinum eða fjölskyldu.
Aukakrónukorthafar fá afslátt þegar þeir versla hjá samstarfsaðilum og geta nýtt sér ýmis tilboð í hverjum mánuði.
Framfærslulán
Þú getur sótt um framfærslulán sem miðast við 95% af lánsáætlun frá Menntasjóði námsmanna.
- Hagstæðari kjör en á almennum yfirdráttarlánum.
- Þú getur stýrt ráðstöfun framfærsluláns að eigin þörfum, fengið alla áætlunina greidda út í einu eða dreift henni niður á mánuði.
- Vextir eru einungis greiddir af þeim hluta lánsins sem þú nýtir og reiknast þeir af stöðu í lok hvers dags.
Í Landsbankaappinu kemstu í bankann hvar og hvenær sem er. Þú færð skýra og einfalda yfirsýn yfir fjármálin og getur sinnt næstum öllum bankaviðskiptum.
Þú getur skráð debet-, kredit- og gjafakort Landsbankans í Apple Pay eða Google Pay og borgað með símanum eða öðrum snjalltækjum.
Sparnaður er góð leið til þess að láta drauma sína rætast. Það er gaman að sjá fjárhæðina hækka og því fylgir öryggistilfinning að eiga fyrir óvæntum útgjöldum.
Á 18. afmælisdeginum þínum verður þú sjálfráða og á sama tíma fjárráða, sem þýðir að þú hefur full yfirráð yfir peningunum þínum sem áður voru á ábyrgð foreldra eða forráðamanna.
Allar upplýsingar um þig eða sem tengjast þér eru persónuupplýsingar, t.d. nafnið þitt, kennitalan, heimilisfang og símanúmer og jafnvel ljósmyndir af þér eða myndbönd.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.