Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum viðskiptum. Þau eru einföld og örugg leið til innskráningar í netbanka einstaklinga og eru einnig notuð til undirritunar á netinu. Rafræn undirritun hefur sama lagalegt gildi og hefðbundin undirskrift.
Rafræn skilríki eru vistuð á SIM-kortum í farsímum og eru auðveld í notkun því einungis þarf farsíma og PIN-númer sem notandinn velur sjálfur við virkjun skilríkjanna.