Lands­bank­inn upp­fær­ir sjálf­bæra fjár­má­laum­gjörð sína

Landsbankinn hefur uppfært sjálfbæra fjármálaumgjörð sína sem var fyrst gefin út í ársbyrjun 2021. Uppfærð umgjörð viðheldur möguleikum bankans á að fjármagna umhverfisvæn og félagsleg verkefni, s.s. orkuskipti, umhverfisvæna innviði og sjávarútveg.
Austurbakki
25. janúar 2024

Umgjörðin er vottuð af alþjóðlega matsfyrirtækinu Sustainalytics sem er leiðandi á þessu sviði. Hún skilgreinir með skýrum hætti hvaða verkefni stuðla að sjálfbærni og tryggir gagnsæi. Bankinn hefur nú þegar gefið út græn skuldabréf fyrir samtals 900 milljónir evra undir sjálfbærniumgjörð sinni.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:
„Það er okkur mikilvægt að vera leiðandi í sjálfbærni. Grænar skuldabréfaútgáfur bankans undir umgjörðinni voru mjög vel heppnaðar og við finnum að markaðurinn gerir kröfu um skýrar, traustar og staðlaðar upplýsingar um sjálfbærni. Með þessari uppfærslu uppfyllum við ströng skilyrði sem gilda um sjálfbærniupplýsingar en traust fjármálaumgjörð er mikilvæg fyrir fjármögnun bankans.“

Nánar um uppfærslu fjármálaumgjarðarinnar

Uppfærslan er í samræmi við kröfur Green Bond Principles, Social Bond Principles og Sustainability Bond Guidelines. Auk þess voru flokkar umgjarðarinnar bornir saman við kröfur flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins (e. EU Taxonomy). Það er niðurstaða alþjóðlega matsfyrirtækisins Sustainalytics að af verkefnum sem eru hæf undir umgjörðinni séu 59 flokkar skilgreindir í flokkunarreglugerðinni, þar af séu 46 flokkar hæfir (e. aligned), 6 flokkar hæfir að hluta (e. partially aligned) og 7 flokkar sem uppfylli ekki flokkunarreglugerðina. Önnur breyting er sú að uppfærslan tekur líka tillit til íbúðalána sem uppfylla kröfur um orkunotkun samkvæmt aðferðafræði sem er birt samhliða umgjörðinni á ytri vef bankans.

Í forystu í sjálfbærni

Landsbankinn hefur fengið framúrskarandi umsagnir í UFS-áhættumati undanfarin fimm ár frá matsfyrirtækjunum Sustainalytics og Reitun. Nýjasta UFS-áhættumat Sustainalytics mat bankann í hverfandi áhættu á að verða fyrir fjárhagslegum áhrifum tengdum UFS-þáttum. Bankinn fékk 8,5 í einkunn og er í efsta 1% af svæðisbundnum bönkum í Evrópu sem Sustainalytics metur. Í nýjasta UFS-mati Reitunar fékk bankinn framúrskarandi einkunn og er í flokki A3.

Bankinn gefur árlega út ítarlegar sjálfbærniupplýsingar um stöðu málaflokksins og má þar helst nefna GRI-skýrslu, PCAF-skýrslu um fjármagnaða losun og PRB-skýrslu um ábyrga bankaþjónustu. Bankinn hefur sett sér sjálfbærnistefnu sem er uppfærð reglulega og skýr sjálfbærnimarkmið. Auk þess vinnum við markvisst að fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um sjálfbæra þróun, erum aðilar að hnattrænu samkomulagi SÞ (e. UN Global Compact) sem og viðmiðum SÞ um ábyrga bankastarfsemi (PRB). Frekari upplýsingar um sjálfbærni í starfsemi bankans eru aðgengilegar hér á vefnum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Austurbakki
30. jan. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2024
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur