Í tengslum við ársuppgjör bankans birtum við í dag ítarlegar upplýsingar um sjálfbærni og starfsemi Landsbankans. Upplýsingarnar eru endurskoðaðar að hluta eða öllu leyti af endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte.
Upplýsingarnar sem um ræðir eru tilvísunartafla samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative, skýrsla í samræmi við reglur Principles for Responsible Banking og útreikningar á kolefnisspori bankans samkvæmt aðferðafræði Partnership for Carbon Accounting Financials (PCAF) fyrir árið 2021. Upplýsingarnar eru allar aðgengilegar á vef bankans.
Tilvísunartafla samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI)
Viðauki við tilvísunartöflu GRI
Skýrsla í samræmi við Principles for Responsible Banking (PRB)
Útreikningar á kolefnisspori samkvæmt aðferðafærði PCAF
Landsbankinn er stærsti viðskiptabanki landsins og útlán okkar ná til einstaklinga og fyrirtækja um allt land og í öllum atvinnugreinum. Við höfum lagt áherslu á að skilja áhrif bankans á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) og hvar losun af starfsemi bankans birtist. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu auk þess sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 og það er ljóst að öll fyrirtæki á Íslandi eru þátttakendur í því stóra verkefni. Losunartölur útlána áranna 2020 og 2021 eru nokkuð undir losunartölum bankans fyrir árið 2019 sem voru birtar í PCAF skýrslu sem bankinn gaf út árið 2021 en ætla má að samdráttur í losun árið á eftir sé að megninu tilkominn vegna áhrifa faraldursins sem skók heimsbyggðina.