Stór­aukin um­ferð mesta ógn­in

Slysavarnafélagið Landsbjörg er 90 ára. Þúsundir sjálfboðaliða starfa með félaginu og margfalt fleiri hafa notið góðs af ósérhlífnu starfi þeirra í áranna raðir. Á þessum tímamótum leit framkvæmdastjórinn Jón Svanberg Hjartarson yfir farinn veg og til framtíðar.
26. janúar 2018

„Fyrir ekkert svo mörgum árum síðan var það þannig að björgunarsveitirnar voru með nánast allt sitt starf á veturna. Þá var bara skellt í lás í maílok og svo tekin upp vetrardagskrá um haustið. En nú er það þannig að björgunarsveitirnar eru í stöðugum útköllum og jafnvel mörgum útköllum á dag, allt árið um kring. Ferðahegðun fólks hefur breyst og nú fer fólk oftar á fjöll og það fer hærra en áður. Fyrir nokkrum árum var til dæmis enginn maður með mönnum nema að vera í fjallgönguhóp og það varð ákveðin vakning í útivist, sem er að sjálfsögðu mjög gott. Þá koma náttúrulega upp tilvik þar björgunarsveitir hafa verið kallaðar til aðstoðar. Þetta er ein breytingin sem hefur orðið,“segir Jón.

Ferðamennirnir ekki vandamálið

Þó þarf ekki að koma á óvart að stærstu áskoranirnar sem Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur nú frammi fyrir tengjast að mati Jóns auknu álagi á innviði landsins sökum aukins ferðamannastraums.

„Ferðamaðurinn sjálfur er sjaldnast vandamálið, heldur innviðirnir okkar. Löggæslan, Landhelgisgæslan, heilbrigðiskerfið, vegakerfið; þetta var allt búið til fyrir þjóð sem taldi kannski 200-250 þúsund manns. Síðan þá erum við orðin 344 þúsund og í ofanálag tökum við á móti tveimur milljónum ferðamanna á hverju ári - en innviðirnir eru enn þeir sömu. Ég var lögreglumaður í fimmtán ár og þá voru lögreglumenn 730. Þeir eru um 630 í dag. Þetta hangir allt á sömu spýtunni: Þegar strandveiðarnar voru teknar upp á sínum tíma var hver koppur dreginn á flot og þá fjölgaði mjög útköllum á sjó. En á sama tíma voru framlög til Landhelgisgæslunnar skorin við nögl. Auðvitað finnum við fyrir þessu en þó ber að taka fram að samstarf okkar við aðra viðbragðsaðila og stofnanir er einstaklega gott. Spurningin er raunverulega hvar þolmörkin liggja og hvers er hægt að ætlast til með takmörkuðu fjármagni. Við erum svo sem ekki milljónaþjóð en á móti þarf stýringu til að draga úr álagi.““

„Fólk reiknar með því að mesta ógnin sem við búum við hljóti að vera eldgos eða jarðskjálfti eða eitthvað í þá veru og vissulega geta það verið miklar ógnir eins og þekkt er. En sjáðu til dæmis rútuslysið sem varð við Kirkjubæjarklaustur um daginn. Það þarf ekki nema eitt svona tilvik til að setja allt úr skorðum og það er óhætt að fullyrða að stóraukin umferð sé stóra ógnin í dag. Svo eru það skemmtiferðaskipin sem leggja nú að í hundraðatali á hverju ári. Hvað ætlar litla Ísland að gera ef það verður eldsvoði í skemmtiferðaskipi úti á Faxaflóa, svo dæmi sé tekið? Erum við búin undir það? Í þessu höfum við miklar áhyggjur en við höfum verið að vinna í því undanfarið, í samstarfi við Isavia og fleiri stuðningsaðila, að koma upp hópslysabúnaði víðs vegar um landið. “

Alvarlegum útköllum fjölgað

Björgunarsveitirnar - alls 93 talsins - eru eins ólíkar eins og þær eru margar, segir Jón. Á höfuðborgarsvæðinu er jafnvel bið eftir því að komast að og þar er hægt, í ljósi fjölda og fjármagns, að ná fram talsverðri sérhæfingu. En fámennari sveitirnar skipta ekki síður máli, til dæmis þegar heilu þorpin lokast jafnvel af á vetrum. Þegar slys verða, eða náttúruhamfarir, eru það eðlilega heimamenn og sveitirnar á staðnum sem eru fyrstar á vettvang. Hann segir nokkuð áhyggjuefni hve lítil endurnýjun er í sumum minni björgunarsveitunum. Reynsla skipti auðvitað miklu máli, en ekki síður ferskt blóð, enda ekki óeðlilegt að þreyta geri vart við sig eftir kannski nokkurra áratuga starf.

Það eru rúmlega 4.000 manns á útkallslista björgunarsveitanna og ekki veitir af: Jón segir að á síðasta ári hafi nærri 3.800 þeirra sinnt allavega einu útkalli. En eðli útkallanna hefur breyst. Í ótíðinni myndast eðlilega toppar í útköllum tengdri færð og veðri en Jón leggur áherslu á að björgunarsveitirnar bjargi bara fólki - ekki bílum. „Við drögum helst ekki bíla nema þeir skapi hættu fyrir aðra umferð. Sums staðar, eins og fyrir austan, hafa einkaaðilar að miklu leyti tekið við þessum minniháttar reddingum en á sama tíma sjáum við aukningu í alvarlegri útköllum hjá sveitunum okkar. Annars hefur þetta líka verið að breytast til batnaðar með forvarnaraðgerðum eins og lokun vega þegar veður og færð tekur að spillast. Þá er stóraukin upplýsingamiðlun til ferðamanna, í gegnum Safetravel-verkefnið, farin að skila heilmiklu og hefur klárlega haft góð áhrif, þótt alltaf sé erfitt að mæla beinan árangur slíkra forvarnarverkefna.“

Meira fjármagn komi frá hinu opinbera

Aðspurður hvar Jón myndi vilja sjá Slysavarnafélagið Landsbjörg á 100 ára afmælinu segist hann vilja að félagið rækti hugsjón sína enn af sama metnaði og það hefur gert í 90 ár. „Okkar góða ímynd er ekki keypt heldur áunnin á löngum tíma þótt hún byggist auðvitað á traustum grunni sem hugsjónafólk lagði við stofnun félagsins á sínum tíma. Við þurfum að vera meðvituð um það hvern einasta dag af hvað meiði þetta starf er sprottið,“ segir hann.

„En ég myndi líka gjarnan vilja sjá að við værum komin á annan stað með fjármögnun starfsins, til dæmis með stórauknu framlagi ríkisvaldsins. Það er líklega ekki ofsagt að fyrir hvern klukkutíma í útkalli búi að lágmarki tólf klukkustundir af fjármögnun, þjálfun, menntun og öðrum undirbúningi að baki. Þetta er því mjög kostnaðarsamt og þar skiptir stuðningur almennings og fyrirtækja gríðarlegu máli, að ógleymdum stuðningi fjölskyldna þeirra sem sjálfboðastarfinu sinna. Þótt björgunarsveitirnar hafi auðvitað ekki verið hér frá landnámi þá held ég að það væri svolítið skrítið að hugsa sér Ísland án þeirra. Slysavarnafélagið Landsbjörg er eiginlega orðin órjúfanlegur hluti af þjóðinni,“ segir Jón og blaðamaður getur ekki annað en tekið undir það.

Spenna og adrenalín

En hverju sætir það að svona margir vilji taka þátt í starfi björgunarsveitanna? „Þetta er auðvitað frábært félagsstarf fyrst og fremst og einstakt fólk. Í okkar félagi er pláss fyrir alla og þegar fólk kemur saman í starfi félagsins gildir einu hvar það er staðsett í pólitík eða hver staða þeirra er í samfélaginu, hér eru allir jafnir og að vinna að sömu hugsjónum. Fólk tengir við þessa hugsjón, það vill passa hvert upp á annað og hjálpa náunganum. Svo trekkir vissulega að fá að komast annað slagið í svolitla aksjón, hvort sem er uppi á jökli eða úti á sjó. Það er hluti af þessu, spennan og adrenalínið. Flest okkar tengja sennilega ágætlega við það, trúi ég.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur