Mun strang­ari lög­gjöf um per­sónu­vernd

Um mitt ár 2018 tekur ný og mun strangari persónuverndarlöggjöf gildi í öllum aðildarríkjum ESB og EES og þar með á Íslandi. Í nýju reglunum er lögð mun meiri áhersla á ábyrgð fyrirtækja og réttindi einstaklinga.
7. september 2017

Breytingarnar eru viðamiklar og það er mjög mikilvægt að allir sem vinna með persónuupplýsingar séu þeim viðbúnir og taki þær alvarlega.

Nýja löggjöfin nefnist GDPR sem stendur fyrir General Data Protection Regulation eða almenna persónuverndar-reglugerðin. Tilgangurinn með lögunum er að bregðast við tækniframförum í vinnslu persónuupplýsinga og tryggja réttindi almennings. Lögin gilda um allan heim og ná til allra fyrirtækja sem bjóða vörur eða þjónustu til einstaklinga innan Evrópu eða hafa eftirlit með þeim.

Upplýsingamyndband um nýja persónuverndarlöggjöf og þýðingu hennar

„Fyrirtæki þurfa að taka upp viðskipta-ferla sem tryggja rétta meðferð persónu-upplýsinga.“

Aukinn réttur einstaklinga

Annað megin markmið nýju persónuverndarlaganna er að veita einstaklingum betri stjórn yfir persónuupplýsingum sínum, þ.e.a.s hvaða upplýsingar eru unnar, af hverjum og í hvaða tilgangi. Í þeim tilgangi eru ný réttindi kynnt til leiks og eiga einstaklingar m.a. rétt á:

  • Aðgangi að persónuupplýsingum sem fyrirtæki búa yfir og nota
  • Upplýsingum og fræðslu um hvernig persónuupplýsingar þeirra eru notaðar
  • Að afturkalla veitt samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga með einföldum hætti
  • Flutningi persónuupplýsinga sinna á milli þjónustuaðila
  • Að andmæla sjálfvirkri ákvarðanatöku er varðar þá og greiningu á hegðun þeirra eða atferli s.s. með gerð persónusniða
  • Leiðréttingu og eyðingu persónuupplýsinga í ákveðnum tilvikum

Fyrirtæki mega hvorki búa til persónusnið af viðskiptavinum sínum né hagnast á sölu persónuupplýsinga þeirra til annarra aðila án vitundar viðskiptavina. Þá er fyrirtækjum ekki heldur heimilt að safna eins umfangsmiklum upplýsingum og mögulegt er teljist þær ekki nauðsynlegar fyrir starfsemi þeirra. Hafi fyrirtæki ekki nægilega skýra heimild til að vinna persónuupplýsingar geta einstaklingar krafist þess að þeim sé eytt. Þessum réttindum má fylgja eftir með kvörtun til persónuverndaryfirvalda eða fyrir dómstólum.

Landsbankinn hefur hafið undirbúning og sett í forgang verkefni sem miðar að því að aðlaga starfsemi bankans að nýju reglunum. Landsbankinn mun fram að gildistöku nýju persónuverndarlöggjafarinnar birta fleiri greinar og fróðleik um einstök efnisatriði laganna hér á Umræðunni, m.a. um einstök réttindi og skyldur, breyttar kröfur til samþykkis, hvernig fyrirtæki geti sýnt fram á ábyrgð og reglufylgni í verki og breytt eftirlitsumhverfi, svo dæmi séu tekin.

Upplýsingasíða Evrópusambandsins um GDPR

Höfundur er persónuverndarfulltrúi Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur