Bygg­inga­mark­að­ur - Mik­il um­svif kom­in til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Krani með stiga
21. mars 2023

Mikill kraftur hefur verið í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á liðnum árum og fjöldi verkefna sem bankinn fjármagnar því sjaldan verið meiri. Um síðustu áramót fjármagnaði bankinn þannig alls 142 smærri sem stærri byggingarverkefni. Verkefnin voru á ýmsum byggingarstigum, alveg frá því að vera óbyggð lóð og upp í fullbúnar íbúðir. Um 4.300 íbúðir töldust til þessara verkefna, þar af rúmlega 400 íbúðir fyrir félagasamtök og leigufélög. Reikna má með að meðalframleiðslutími húsnæðis frá lóð til fullbúinnar íbúðar sé allt að 3 ár og miðað við það jafngildir þetta því a.m.k. 1.400 íbúða framboði á ári sem Landsbankinn fjármagnar.

Uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur verið mikil á undanförnum árum og umsvif í byggingariðnaði mjög mikil, þar sem stór útboðsverkefni eru í gangi samhliða. Þar má m.a. nefna nýbyggingar Landspítalans, Alþingis, Isavia og Landsbankans. Loks má nefna uppbyggingu nýrra hótela, sem verið hefur mikil undanfarin ár og verður það fyrirsjáanlega áfram. Auknum umsvifum hefur verið mætt með síauknum fjölda erlends starfsfólks í greininni, enda hefur hún vaxið miklu hraðar á undanförnum árum en innlendur vinnumarkaður ræður við.

Mikil fjölgun nýrra íbúða á markað

Myndin hér að ofan sýnir nýjar íbúðir sem fullbúnar hafa verið á landinu öllu á árabilinu 2006–2022. Mjög hröð uppbygging var á árunum 2006-2008, en við hrunið fækkaði mjög íbúðum sem komu á markaðinn og það var ekki fyrr en á árunum 2017-2018 sem markaðurinn jafnaði sig að fullu. Frá árinu 2019 hefur síðan verið mikill kraftur á byggingamarkaði og að meðaltali 3.250 nýjar íbúðir komið á markaðinn árlega frá þeim tíma. Miðað við fjölda íbúða í byggingu nú stefnir í að svo verði áfram. Stjórnvöld hafa engu að síður áhuga á að auka enn við framboðið og stefna að því að 20.000 nýjar íbúðir komi á markað á næstu 5 árum og alls 35.000 íbúðir á næstu 10 árum.

Helstu áskoranir í byggingariðnaði

Aukin afköst

Ljóst er að sameiginlegt átak ríkis og sveitarfélaga um enn aukið framboð íbúðarhúsnæðis á næstu árum mun reyna á byggingariðnaðinn og m.a. auka enn á þörf fyrir erlent starfsfólk.

Sveiflur í eftirspurn

Sveiflur í eftirspurn á íbúðamarkaði hafa verið verulegar og oft skyndilegar, á meðan framboðsbreytingar taka 2-3 ár, frá því að verkefni er sett á blað og þar til því er lokið. Þessar sveiflur eru óheppilegar, bæði fyrir verktaka og ekki síður kaupendur. Frá 2016 hafa a.m.k. 3 slíkar sveiflur gengið yfir markaðinn. Fyrst á árinu 2016, þegar mikil eftirspurnaraukning varð skyndilega í kjölfar þess að spáð var miklum hækkunum fasteignaverðs á komandi misserum. Nýlegra dæmi er gríðarleg eftirspurnaraukning í kjölfar mikillar vaxtalækkunar á árinu 2020 og að lokum núverandi ástand á íbúðamarkaði, þar sem eftirspurn hefur minnkað mjög í kjölfar mikilla vaxtahækkana á liðnu ári og breytingum á greiðslumati íbúðalána.

Sjálfbærni

Við finnum að viðskiptavinir Landsbankans úr hópi verktaka eru í auknum mæli farnir að líta á sjálfbærni sem mikilvægan þátt fyrir farsælan rekstur og hvernig aðlaga megi starfsemina að auknum kröfum. Þar má nefna kröfur um að mæla kolefnisfótspor og í framhaldinu setja sér markmið til að draga úr því. Þá gera kaupendur einnig auknar kröfur um gæði og endingartíma, orkusparnað og vistvæna framleiðslu, en þetta tvennt helst í hendur.

Að framansögðu má ljóst vera að þau auknu umsvif, sem einkennt hafa byggingamarkað á undanförnum árum, eru komin til að vera. Landsbankinn stefnir að því að vera áfram leiðandi í framkvæmdafjármögnun fyrir byggingaraðila og leggja þar lóð sín á vogarskálarnar í framtíðaruppbygginu heimila, stöðugleika á húsnæðismarkaði og baráttunni við verðbólgu. Við hjá Landsbankanum hlökkum til að takast á við komandi verkefni með byggingaraðilum. Við erum betri saman.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. mars 2023.

Höfundur er forstöðumaður mannvirkjafjármögnunar á fyrirtækjasviði Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur