Lofts­lags­breyt­ing­ar auka og breyta áhættu í fjár­mála­geir­an­um

Áhrif loftslagsbreytinga á fjármálageirann og fjármálafyrirtæki koma aðallega fram eftir tveimur leiðum. Í fyrsta lagi vegna tjóns á eignum, innviðum og landgæðum. Í öðru lagi vegna umbreytingaáhættu, þ.e. áhrifanna af breytingum sem er ætlað að koma í veg fyrir frekari hlýnun, s.s. með nýrri tækni, nýjum reglum og breyttum viðhorfum og væntingum á eigna- og fjármagnsmörkuðum.
25. júní 2020

Áhrif loftslagsbreytinga verða eflaust mismunandi á milli einstakra ríkja. Það er þó líklegt að eftir því sem ríki og hagkerfi eru með lægri tekjur verði áhrifin meiri.

Baráttan gegn loftslagsvánni er risastórt samfélagslegt verkefni þar sem allir, þar með talin fjármálafyrirtæki, þurfa að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Kostnaður við að hindra að meðalhiti á jörðinni hækki mikið umfram það sem orðið er verður mikill og ljóst að fjármálamarkaðurinn gegnir mikilvægu hlutverki.

Mikilvægi fjármálamarkaða

Fjármálamarkaðir verða þó ekki í fararbroddi í breytingum í átt að því lágkolefnishagkerfi sem stefnt er að. Stjórnvöld einstakra landa munu ráða ferðinni um hversu hröð þróunin verður, hversu róttæk stefnan verður, hve háleit markmið verða sett og hve mikill hraðinn verður í breytingaferlinu. Eftir því sem fleiri ríki breyta skuldbindingum Parísarsamkomulagsins í bindandi lagaákvæði með því að setja sér skýr markmið má á hinn bóginn reikna með að fjármálamarkaðir muni dansa nokkuð vel í takt. Fjármálamarkaðir munu jafnvel ýta undir að þróunin verði hraðari, t.d. með því að auka möguleika á þátttöku í sjálfbærum fjárfestingum og þrengja að þeim atvinnurekstri sem er ósjálfbær og í andstöðu við markmið í umhverfismálum.

Í þessu sambandi er mikilvægt að fjármálamarkaðir nái að aðlaga sig að þeirri stefnu sem stjórnvöld kjósa að vinna eftir og að samstarf á þessu sviði verði með svipuðum hætti og á öðrum hlutum fjármálamarkaða, t.d. þannig að framkvæmd loftslagsstefnu verði með svipuðum hætti og gildir um peningastefnuna. Þeir sem halda utan um stefnuna, t.d. seðlabankar, fylgjast sífellt með viðbrögðum markaðarins og markaðirnir taka síðan mið af þeim ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli hinnar pólitísku stefnu. Samspil af þessu tagi væri mjög æskilegt.

Trúverðug stefna nauðsynleg

Tíminn sem þessi markaður þarf til þess að þróast verður væntanlega mjög háður því hve trúverðug stefnan í loftslagsmálum er og hversu mikil samheldni mun ríkja um hana.

Fjármálamarkaðir geta hjálpað til og hugsanlega ýtt undir þróunina en þeir geta aldrei komið í staðinn fyrir aðgerðir stjórnvalda.

Þegar einstök ríki hafa öðlast meiri reynslu og byggt sér upp „ferilsskrá“ í loftslagsmálum munu markaðirnir geta miðlað fjármagni til réttra verkefna og þar með flýtt fyrir þróun í átt að lágkolefnishagkerfi. Aðgerðir og tillögur framkvæmdastjórnar ESB sýna að þar eru málin tekin mjög alvarlega og að markvissar tillögur eru að koma fram.

Á flæðir yfir bakka sína

Áhætta getur komið fram á löngum tíma

Það er mjög erfitt að meta fjárhagslega áhættu vegna loftslagsbreytinga, en flestar rannsóknir benda til þess að bæði efnislegur og fjárhagslegur kostnaður verði verulegur. Áhættan birtist ekki alltaf strax og áhætta sem kemur fram eftir á vegna hamfara af einhverju tagi getur orðið veruleg. Þegar hagkerfi færa sig úr mengandi orkugjöfum yfir í grænni orku gæti t.d. þurft að endurmeta eignir í sumum „óhreinum“ atvinnugreinum. Fyrirtæki sem í dag er verðmætt og skilar hagnaði gæti, vegna breyttra náttúrulegra aðstæðna, viðhorfa og stefnu, orðið verðlaust eða a.m.k. mun verðminna. Því er ekki víst að verðmat á þessum fyrirtækjum, eða lánum til þeirra, endurspegli með réttum hætti þá áhættu sem viðkomandi greinar búa við vegna loftslagsbreytinga. Þessu til viðbótar eykur samtenging áfalla víðs vegar um heiminn kerfislega áhættu, þ.e. áfall á einum stað getur haft mun meiri áhrif en raunin var áður.

Mengandi starfsemi gæti orðið kostnaðarsamari

Aukin og almennari vitund um áhættu á sviði svokallaðra UFS-þátta, þ.e. umhverfis- og félagslegra þátta auk stjórnarhátta (e. EGS), mun væntanlega auka kostnað fyrirtækja sem ekki taka þátt í baráttunni gegn loftslagsvánni. Lagaleg áhætta fyrir fjárfesta og fyrirtæki verður sýnileg frá einstaklingum, fyrirtækjum og jafnvel þjóðum sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna loftslagsbreytinga og vilja sækja rétt sinn gagnvart þeim sem þeir telja ábyrga (sbr. gjaldþrot Pacific Gas & Electric orkufyrirtækisins í Kaliforníu). Sé ekki tekið á áhættu af þessu tagi sem tengist eignum og skuldbindingum og upplýst um hana getur það haft í för með sér auknar ábyrgðir eða skuldbindingar fyrir fjárfesta. Þessir nýju félags- og umhverfislegu þættir eru farnir að hafa töluverð áhrif á fjárfestingarumhverfið.

Þannig hafa margir fjárfestar ákveðið að draga sig út úr fjárfestingum í fyrirtækjum sem tengjast notkun og framleiðslu jarðefnaeldsneytis og einhverjir bankar og tryggingarfélög hafa skuldbundið sig til þess að draga úr fjármögnun og tryggingum til þessara fyrirtækja.

Aðgerðir af þessu tagi hafa haft mikil áhrif á kolaiðnað og skapað erfiðleika og aukinn kostnað við fjármögnun og tryggingar. Einstök ríki gætu einnig lent í svipuðum erfiðleikum hvað varðar lánshæfismat þar sem bæði fjárfestar og matsfyrirtæki eru farin að fylgjast gaumgæfilega með því hvernig ríki standa sig á þessu sviði.

Nýjar aðferðir við mat á áhættu

Loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á áhættumat eigna. Breytingar á regluverki í kringum loftslagsmál, hækkandi sjávarstaða og auknar öfgar í veðurfari þýða að fjárfestar og þeir sem útvega fjármagn þurfa að koma sér upp nýrri þekkingu og aðferðum við að meta fjármálalega áhættu í tengslum við loftslagsbreytingar.

Nýleg úttekt Englandsbanka bendir til þess að um þrír fjórðu hlutar banka í Bretlandi séu farnir að líta á áhættu sem stafar frá loftslagsbreytingum eins og hverja aðra fjárhagslega áhættu í stað þess að líta einungis á loftslagsmál sem hluta af stefnu um samfélagslega ábyrgð. Sem dæmi eru bankar farnir að setja hættu á flóðum inn í áhættulíkön sín þar sem tíð flóð geta haft veruleg áhrif á veð í fasteignum. Þá fylgjast bankar vel með útfærslu stefnumála í loftslagsmálum þar sem hún gæti haft mikil áhrif á umbreytingaáhættu þeirra (e. transition risk). Þarna gæti áhætta t.d. legið í að vera með of miklar skuldbindingar í greinum sem tengjast olíu eða kolum eða útlánum til kaupa á díselbílum.

Það er nokkuð ljóst að allar hugmyndir um áhættumat eru að breytast með breyttum aðstæðum í umhverfinu. Nýir mikilvægir þættir eru farnir að skipta mun meira máli en áður var og fjármálafyrirtæki hafa stóru hlutverki að gegna við að greina og meta þessar nýju aðstæður og vinna út frá þeim.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur