Lista­safn Lands­bank­ans - Jó­hann­es S. Kjar­val

Mörg verk í Kjarvalssafni bankans teljast ótvírætt til lykilverka í sögu íslenskrar myndlistar. Hér fjallar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um listaverk eftir Kjarval sem eru í eigu bankans.
23. janúar 2020 - Landsbankinn

Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885—1972) var tvímælalaust sérstæðasti og ástsælasti myndlistarmaður Íslendinga á tuttugustu öld. Arfleifð hans er ákaflega umfangsmikil og fjölbreytt, og tekur til landslagsmynda, draumkenndra hugsýna og mannamynda sem oft og tíðum renna saman í eitt. Í hugsýnum sínum vann Kjarval framar öðru úr þjóðsagna- og skáldskapararfleifð þjóðarinnar og kenndi löndum sínum um leið að meta hrjóstruga náttúru íslenskra öræfa.

Þótt kalla megi Kjarval „íslenskastan“ allra listmálara, tók hann til handagagns og gerði að sínu ýmislegt úr ríkjandi myndlistarstefnum í útlöndum, t.d. frönskum impressjónisma og táknhyggju, kúbískri afbyggingu forma og fútúrískum tilraunum. Undirtónn allra þessara verka er yfirleitt dulúðugur, leitandi og persónulegur. Eitt helsta sýningarhús Reykvíkinga ber nafn Kjarvals og þar er jafnan að finna úrval verka hans. Tengsl listamannsins við Landsbankann voru ævinlega náin og í bankanum er að finna eitt besta safn verka hans í einkaeigu.

Hluti þessara verka, 24 talsins, var valinn til sýningar í útibúi Landsbankans í Austurstræti 11 sem var opnuð 13. janúar 2019, sú fyrsta í sýningarröð úr listasafni bankans sem hlotið hefur heitið Listasafn Landsbankans: Sýningarröð um menningararf.

Jóhannes Kjarval (Ljósmynd: Jón Kaldal).

Portrett af bankastjórum og veggmyndir

Það eru gildar ástæður fyrir því að hefja þessa sýningaröð úr listasafni Landsbankans á verkum Jóhannesar S. Kjarvals. Segja má að Landsbankinn og Kjarval séu nánast jafnaldrar. Listamaðurinn fæddist árið 1885, en á því ári litu dagsins ljós lög um Landsbanka Íslands. Eitt af fyrstu verkefnum Kjarvals eftir að hann sneri heim frá Danmörku um 1920 var síðan að mála portrettmyndir af fjórum fyrstu bankastjórum Landsbankans. Í kjölfarið var honum falið að gera veggmyndirnar miklu um útgerðarsögu landsmanna á annarri hæð nýbyggingarinnar sem reis í kjölfar miðbæjarbrunans 1915. Listamaðurinn lét sér annt um þær myndir alla tíð, og tók þær raunar til endurskoðunar á sjötta áratug síðustu aldar.

Fram á sín síðustu ár átti Kjarval regluleg samskipti við bankann, jafnt viðskiptaleg sem persónuleg, enda bjó hann um tíma í Austurstræti, gegnt bankanum. Hann naut lánafyrirgreiðslu þegar hann þurfti á að halda og seldi bankanum fjölda mynda þegar hann hagur hans stóð í blóma. Með tíð og tíma eignaðist Landsbankinn eitt stærsta einkasafn af verkum Kjarvals sem til er, alls rúmlega sjötíu verk.

Þjóðargersemar og glæsilegir „hausar“

Mörg verk í þessu Kjarvalssafni bankans teljast ótvírætt til lykilverka í sögu íslenskrar myndlistar og hafa raunar verið flokkuð sem þjóðargersemi af til þess bærum sérfræðingum. Veggmyndirnar um útgerðarsögu Íslendinga, einkum og sér í lagi sá hluti þeirra sem nefnist Fiskstöflun, eru einstakar í sögu opinberra listaverka á Íslandi, bæði hvað varðar efnistök og tækni. Portrett Kjarvals af Birni Kristjánssyni bankastjóra, gert í anda Edvards Munch, er meðal fyrstu markverðu portrettmynda eftir Íslending. Fjárbóndinn, mynd sem lengi verið hefur utanlands, og þar með utan seilingar, verður sömuleiðis að teljast meðal glæsilegustu portrettmynda af íslenskum sveitahöfðingja. Einnig á Landsbankinn andlitsteikningar sem jafnast á við bestu „hausana hans Kjarvals“ frá þriðja áratugnum og nokkrar landslagsmyndir listamannsins hafa verið eftirsóttar þegar haldnar hafa verið yfirlitssýningar á verkum hans, innanlands sem utan.

Loks má nefna úrvalsverkið Hvítasunnudagr, sem keypt var til bankans snemma á þessari öld við sögulegar kringumstæður, en það telja margir að varpi nýju ljósi á myndlistarlega þróun og hugmyndaheim Kjarvals á öðrum áratug tuttugustu aldar. Þau verk sem hér hafa verið nefnd, og nokkur önnur til viðbótar, eru hryggjarstykkið í þessari sýningu Landsbankans á listaverkakeign sinni. Í kjölfarið verður síðan kappkostað að sýna með reglulegu millibili helstu verk íslenskra myndlistarmanna í eigu bankans frá upphafi og til nútíðar.

Aðalsteinn Ingólfsson er listfræðingur og sýningarstjóri sýningaraðarinnar.

Fjórar myndir eftir Kjarval

Hér má sjá 4 af myndum Kjarvals sem eru í eigu bankans. Efst t.v. er Sjálfsmynd, við hliðina á henni er Fjárbóndinn, Hvítasunnudagr er neðst til vinstri og loks er Bænin mun aldrei bresta þig.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur