Leyn­i­núm­er­in á út­leið og sterk auð­kenn­ing kem­ur í stað­inn

Fjögurra stafa leyninúmer bankareikninga hafa fylgt okkur áratugum saman en nú í nóvember hefst útleiðing þeirra hjá Landsbankanum þegar hætt verður að biðja um leyninúmer við staðfestingu greiðslna í appinu og netbanka einstaklinga.
Auðkenni
17. nóvember 2022

Í staðinn fyrir að nota leyninúmer til að staðfesta greiðslur í appinu og netbankanum verður beðið um staðfestingu með sterkri auðkenningu á borð við lífkenni, rafræn skilríki og Auðkennisappið. Ef þú ert að greiða inn á þitt eigið kort og eigin bankareikninga þarf ekki sérstaka auðkenningu, fyrir utan auðvitað þá sem fer fram þegar þú skráir þig inn í appið eða netbankann.

Breytingarnar eru víðtækar og því innleiddar í áföngum. Einstaklingar verða þeirra fyrst varir við innborgun á kort og innlendar millifærslur. Aðrar greiðslutegundir fylgja svo í kjölfarið, svo sem kröfugreiðslur og erlendar greiðslur. Í fyllingu tímans munu leyninúmerin sömuleiðis hverfa úr greiðsluaðgerðum netbanka fyrirtækja og hraðbanka.

Fyrsta skrefið í lengri göngu

Leyninúmerin hverfa þó ekki að öllu leyti, því að um sinn verða viðskiptavinir beðnir að velja sér leyninúmer við stofnun bankareikninga, aðallega til þess að þeir geti auðkennt sig símleiðis þegar ekki er kostur á öðrum auðkenningarleiðum. Það reynir reyndar sífellt minna á leyninúmer þar sem rafræn skilríki og lífkenni eru langmest notuðu auðkenningarleiðirnar og eru notaðar í rúmlega 94% tilfella. Rafræn skilríki eru líka algengasta leiðin til að auðkenna viðskiptavini í símtali og það mun koma að því að leyninúmerin hverfa þaðan líka.

Hvers vegna kveðjum við leyninúmerin?

Nýjar reglur um það sem nefnist sterk auðkenning hafa tekið gildi en í þeim eru meðal annars gerðar stífari kröfur um hvernig þú staðfestir greiðslur í netbanka og appi. Sama lagabreyting hefur einnig tekið gildi í nær öllum löndum Evrópu. Tilgangurinn er meðal annars að auka öryggi í hvers konar greiðslum en leyninúmer bankareikninga eru ekki talin standast öryggiskröfur nútímans.

Hérlendis eru vefveiðar algengasta fjársvikatilraunin, það eru svik sem ganga út á að gabba fólk til að gefa upp m.a. notandanafn, lykilorð og leyninúmer bankareikninga. Fólk hefur tilhneigingu til að hafa sama leyninúmer á öllum bankareikningum, nota jafnvel síðustu fjóra stafi símanúmers eða PIN númerið í heimavörninni eða öryggisnúmerið hjá Netflix svo dæmi séu nefnd. Þetta þýðir að leyninúmer geta verið ágiskanleg út frá öðrum þáttum í fari einstaklinga eða greind úr gagnalekum þjónustuveitenda um allan heim. Þar sem leyninúmer bankareikninga er bundið við sjálfan bankareikninginn en ekki viðskiptavininn, þá eru leyninúmer fyrirtækjareikninga kunn öllu því starfsfólki sem á annað borð hefur greiðsluaðgang að reikningunum starfs sín vegna. Svo þegar kemur að starfslokum eru félög misdugleg að uppfæra leyninúmerin í netbankanum. Sama gildir um samnýtta greiðslureikninga milli maka og innan fjölskyldu. Við þetta allt bætist að endurnýjun leyninúmera sem viðskiptavinir hafa gleymt er tafsamt ferli sem krefst heimsóknar í næsta útibú bankans.

Nærri hálf öld frá upphafi leyninúmera

Flest þekkjum við þó leyninúmerin af góðu einu. Þau hafa fylgt okkur áratugum saman, eins og malt og appelsín. Lengi vel voru þau svo til einu leyninúmerin sem fólk þurfti að leggja á minnið. Forveri leyninúmera var svonefnt “merki” á bankareikningum, sem þá hétu bankabækur. Merkið hóf göngu sína upp úr stofnun Reiknistofu bankanna á áttunda áratugnum og var lengi vel valkvætt. Það mátti innihalda blöndu af bókstöfum, númerum og öðrum táknum.

Merkið breyttist svo í leyninúmer í nóvember 1985 og tók þá þeim eðlisbreytingum sem við þekkjum í dag, nefnilega fjögurra stafa númer sem getur ekki verið hluti af kennitölu, reikningsnúmeri né mjög einfalt eins og 1234. Margir muna eftir að hafa þurft að breyta gömlu bókstöfunum í fjögurra stafa númer árið 1985. Í lengri framtíð munum við kannski orna okkur við ljúfar minningar af leyninúmerum bankareikninga, líkt og af Spur-Cola í denn.

Hermann Þ. Snorrason er sérfræðingur á Fyrirtækjasviði Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur