Eins og að fá vængi

Árið 2005 var glampandi sól og ekki ský á himni þegar gangan var farin - eða þannig muna Eggert Kristjánsson og Kári Emil Helgason allavega eftir þessum degi sem átti eftir að þróast á allt annan veg en þeir héldu um morguninn og breyta lífi þeirra til frambúðar.
11. ágúst 2016

Árið 2005 var glampandi sól og ekki ský á himni þegar gangan var farin - eða þannig muna Eggert Kristjánsson og Kári Emil Helgason allavega eftir þessum degi sem átti eftir að þróast á allt annan veg en þeir héldu um morguninn og breyta lífi þeirra til frambúðar.

Strákarnir höfðu báðir lagt nótt við nýtan dag þetta sumar við að smíða og græja vagn ungliðahreyfingar Samtakanna '78. Birna Hrönn Björnsdóttir var í forsvari fyrir ungliðahreyfinguna á þessum tíma: „Þetta var bara svona félagsmiðstöð fyrir hinsegin krakka. Þau gátu komið einu sinni í viku og hitt sína líka. Þegar ég var í MH þá var einn hommi sem var svona inn og út úr skápnum og ein önnur lesbía, en í ungliðahreyfingunni gat maður komið og hitt annað fólk sem var eins og maður sjálfur. Það hafði mikla þýðingu fyrir mig og vonandi marga aðra.“

Amma spurði mig þegar þetta var sýnt: „Þekkir þú einhvern svona í þínum skóla?“ Þarna var ég búinn með eitt ár í MR og muldraði eitthvað „já ...“ en bætti svo við: „Ég var reyndar þarna þegar þetta var tekið upp. Og ég er hommi.“

Sögufrægar hinsegin persónur

Þema vagnsins var sögufrægar hinsegin persónur. „Það var mikilvægt fyrir okkur, þar sem við vorum öll að finna okkur, að vita að það væri hinsegin fólk þarna úti sem hefði náð langt,“ segir Birna. Meðal persóna á vagninum voru Kristína Svíadrottning (hún ríkti frá 1632-1654), Páll Óskar, skáldkonan Saffó, Cynthia Nixon úr Sex and the City, Elton John og George Michael.

Þótt Eggert og Kári væru báðir komnir út úr skápnum gagnvart sínum nánustu þá voru þeir það alls ekki gagnvart öllum. Þeir vildu engu að síður taka þátt í göngunni og því var farin sú leið að láta þá tákna alla nafnlausu samkynhneigðu einstaklinga sögunnar. Það var saumaður blár búningur sem huldi þá alveg frá toppi til táar. „Þetta var frekar „creepy,“ við vorum með svona bláar galdrakarlahettur sem minntu eiginlega á Ku klux klan,“ segir Kári hlæjandi.

Á þessum tíma lagði Gleðigangan upp frá lögreglustöðinni við Hlemm og fór niður Laugaveginn. „Þetta er þröng gata þannig að mannfjöldinn virðist gríðarlegur og gatan alveg pökkuð. Það var alltaf þetta gæsahúðarmóment þegar gangan beygði fyrir hornið inn á Laugaveg.“

Engu að tapa

Vagninn var ekki vélknúinn heldur var hann dreginn áfram og honum ýtt af fjórum einstaklingum, einum við hvert hjól. Eggert og Kári voru á götunni framan af. „Ég held að við höfum verið komin niður svona hálfan Laugaveginn og þá var stemningin og orkan bara þannig að ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til og ég hefði engu að tapa. Svo ég bara reif af mér klæðin og stökk upp á vagninn og byrjaði að dansa. Svo man ég bara svona óljóst eftir því að öskra: „ég er hommi! ég er hommi! ég er hommi!“ í svona tuttugu mínútur,“ segir Kári og hlær.

„Það var svo mikil ást og svo mikill kærleikur og gleði og hræðslan laut í lægra haldi fyrir öllum hinum tilfinningunum.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur