Daga­tal Lands­bank­ans 2021: Tækni­fram­far­ir og sam­fé­lags­breyt­ing­ar

Aðlögunarhæfni mannskepnunnar er ótrúleg sem er ómetanlegt í heimi sem tekur jafn örum breytingum og sá sem við byggjum. Hugviti mannfólksins virðist lítil mörk sett og hraði tækniþróunar slíkur að erfitt getur verið að átta sig á því hversu mikið hefur breyst á stuttum tíma.
Dagatal Landsbankans 2021
22. desember 2020 - Landsbankinn

Að sjálfsögðu verða ekki allar tækninýjungar til góðs og skiljanlega þykir sumum nóg um hve hratt samfélag okkar er að breytast. En við vildum í dagatalinu fyrir árið 2021 vekja athygli á og velta fyrir okkur framförum í tækni og þekkingu sem bætt hafa líf fólks með ýmsum hætti, beint eða óbeint. Eins og á síðasta ári var dagatalið unnið í samstarfi við Vísindavefinn.

Þorleifur myndskreytti dagatalið

Þorleifur Gunnar Gíslason sem heiðurinn á af myndskreytingum dagatalsins, er grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi sem lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Þorleifur hefur einkum sérhæft sig í mörkun fyrirtækja og myndskreytingum og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Meðal verðlauna og viðurkenninga sem Þorleifur hefur hlotið eru Hönnunarverðlaun Íslands 2019, One Show verðlaun, tvenn Red Dot verðlaun, FÍT- verðlaun, ÍMARK lúðra og tilnefningar til D&AD-, Art Directors Club of Europe- og Cannes verðlauna. Þorleifur situr í stjórn Félags Íslenskra Teiknara og ritstjórn HA tímaritsins fagtímarits um hönnunar og arkitektúr gefið út af Hönnunarmiðstöð Íslands.

Þorleifur segir teikningarnar í dagatali Landsbankans árið 2021 eiga að vera mannlegar, hlýlegar og aðgengilegar. Í teikningunum sótti hann innblástur til tveggja af merkustu listamönnum Íslandssögunnar sem sjá má glytta í ef vel er gáð. Annars vegar eru það ávalar og mjúkar línur og frjálslegir líkamsdrættir í verkum Ásmundar Sveinssonar, högglistamanns, og svo formhrein verk Louise Matthíasdóttur þar sem stórir hreinir fletir gefa viðfangsefninu skýran fókus og draga fram aðalatriðin.

Æfingafélaginn

Óhætt er að segja að rafskutlur og rafknúin reiðhjól hafi sett sinn svip á borgarlífið undanfarin misseri. Tæknin er ekki glæný, en ódýrari og betri rafhlöður hafa gert tækin ódýrari og betri. Þá hefur framþróun í ýmiskonar annarri tækni gert mögulegar rafskutluleigur sem nýta einfaldlega öpp í símum notenda. Þessir nýju möguleikar auðvelda fólki ekki bara að komast milli staða, heldur kemur hér líka til hvatning fyrir þá sem vilja nota bílinn minna og hreyfa sig meira. Innflutningur á rafknúnum hjólum tífaldaðist á milli áranna 2019 og 2020 og sýnir það svart á hvítu hversu mikil sprenging hefur orðið á þessu sviði.

Tölvur og ný tækni hafa það orð á sér að auka frekar leti en að hvetja til hreyfingar. Þetta er sem betur fer ekki endilega rétt. Stöðugt fjölgar lausnum fyrir fólk sem vill hafa betra yfirlit yfir hreyfingu sína, eða þarf stuðning til að koma sér af stað. Snjallsímar og snjallúr gefa fólki til að mynda ótalmörg tæki til hvatningar og árangursmælinga í alls konar líkamsrækt og íþróttum.

Grafík: Fólk sitjandi í síma

Samskipti

Internetið hefur minnkað heiminn á ótal vegu en líka gert hann aðgengilegri. Það er auðvelt að vanmeta hversu mikil bylting hefur orðið í getu okkar til að eiga í sambandi og samskiptum við aðrar manneskjur. Þessi bættu tengsl hafa aukið framleiðni í vinnu og fjölgað afþreyingarmöguleikum. Fátt er svo verðmætara en að geta séð og talað við ástvini sína í öðrum landshlutum eða fjarlægum löndum.

Upplýsingar út um allt

Internetið er svo víðfeðmt og allt-um-lykjandi að augljóst er að sjá áhrif þess á samfélagið. En einmitt þess vegna er hætt við því að við tökum Internetinu og þessum áhrifum sem sjálfsögðum hlut.

Staðsetning hefur aldrei skipt minna máli en nú. Við höfum aðgang að fjölmörgum leiðum til að tjá okkur og skapa og getum verið í tengslum við milljónir manna um allan heim. Tónlistarfólk getur gefið út sína tónlist, rithöfundar sinn skáldskap og aðrir listamenn geta komið verkum sínum á framfæri – allt með rafrænum hætti á netinu. Eldri dreifingarleiðir eru ennþá til staðar og eru enn mikilvægar, en dyrnar sem fólki standa opnar eru ótal sinnum fleiri en þær voru fyrir aðeins örfáum áratugum.

Internetið hefur opnað dyr fyrir íslenska hönnuði og framleiðendur, fyrirtæki og einyrkja, til að selja vörur sínar erlendis. En framfarirnar eru líka neytendamegin. Fólk hefur miklu meira um það að segja hvaða vörur og þjónustu það kaupir, af hverjum og með hvaða hætti. Það segir sína sögu að árið 2019 höfðu 79,6% Íslendinga verslað á netinu, samanborið við 44% árið 2009.

Þá er auðvelt að vanmeta þá byltingu sem hefur orðið í aðgengi fólks að upplýsingum og þekkingu á netinu. Svör við flestum almennum spurningum eru alltaf við höndina. Klassískar bókmenntir, sem á öldum áður kostuðu margföld árslaun verkafólks, eru nú öllum aðgengilegar, endurgjaldslaust.

Internetið hefur minnkað heiminn á ótal vegu en líka gert hann aðgengilegri. Það er auðvelt að vanmeta hversu mikil bylting hefur orðið í getu okkar til að eiga í sambandi og samskiptum við aðrar manneskjur. Þessi bættu tengsl hafa aukið framleiðni í vinnu og fjölgað afþreyingarmöguleikum. Fátt er svo verðmætara en að geta séð og talað við ástvini sína í öðrum landshlutum eða fjarlægum löndum.

Grafík: Kona að gera keramík

Einstaklingsmiðuð verslun

Internetið hefur opnað dyr fyrir íslenska hönnuði og framleiðendur, fyrirtæki og einyrkja, til að selja vörur sínar erlendis. En framfarirnar eru líka neytendamegin. Fólk hefur miklu meira um það að segja hvaða vörur og þjónustu það kaupir, af hverjum og með hvaða hætti.

Minni losun og meiri binding

Til að sporna við hnattrænni hlýnun verðum við að leita allra leiða til að draga úr koltvísýringi í andrúmsloftinu. Þar getur tæknin komið til hjálpar. Íslensk fyrirtæki eru að ná umtalsverðum árangri í að fanga kolefni og binda það í iðrum jarðar. Á milli áranna 1990 og 2020 jókst flatarmál ræktaðra skóga um 520% – er nú um 44.000 hektarar og stór svæði sem áður voru sandar eru nú græn engi.

Til að stöðva hnattræna hlýnun er ekki nóg að binda kolefni – það verður líka að minnka losun kolefnis út í andrúmsloftið. Hér eru Íslendingar í einstakri stöðu, því nær allt okkar rafmagn kemur frá sjálfbærum og endurnýjanlegum uppsprettum. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2020 voru fluttir inn ríflega 6.000 rafbílar, sem er nánast tvöföldun frá árinu á undan. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær íslenski bílaflotinn verður orðinn að mestu leyti laus við jarðefnaeldsneyti.

Grafík: Kona að keyra bíl

Minni losun

Til að stöðva hnattræna hlýnun er ekki nóg að binda kolefni – það verður líka að minnka losun kolefnis út í andrúmsloftið. Hér eru Íslendingar í einstakri stöðu því nær allt okkar rafmagn kemur frá sjálfbærum og endurnýjanlegum uppsprettum. Það er aðeins tímaspursmál hvenær íslenski bílaflotinn verður orðinn að mestu leyti laus við jarðefnaeldsneyti.

Matvælaframleiðsla í nýjum heimi

Landbúnaður og matvælaframleiðsla hafa í þúsundir ára takmarkast af loftslagi og veðráttu. Tæknin er að breyta þessu í öllum grundvallaratriðum. Stórtækar framfarir í ylrækt hafa orðið á síðustu áratugum og hægt er að rækta ótrúlega fjölbreytta flóru matjurta í mjög afmörkuðu rými með hjálp endurnýjanlegrar orku. Ísland er í afar öfundsverðri stöðu hvað matvælaframleiðslu varðar, því hér höfum við ekki einungis aðgengi að endurnýjanlegri og sjálfbærri raforku, heldur einnig að heitu vatni í formi jarðvarma.

Þó við veiðum minna af fiski en áður hefur virði aflans margfaldast. Tæknin hefur dregið úr sóun í fiskverkun, en verðmætasköpunin er ekki síður fólgin í nýrri tækni sem nýtir hluta af þeim fisk sem áður var fleygt. Kollagen úr fiskroði og sárabindi úr rækjuskel eru aðeins tvö dæmi um þá byltingu sem er að að eiga sér stað fyrir tilstuðlan líftækninnar.

Grafík: Kona, barn og snjallryksuga

Snjallheimilið

Fyrir nokkrum árum fór framtíðarþenkjandi fólk að tala um „Internet hlutanna“, óljósa framtíðarsýn þar sem ótrúlegustu hlutir og heimilistæki áttu að tengjast Internetinu. Allt í einu stöndum við svo frammi fyrir því að framtíðin er hér og nú. Ísskápar, kaffivélar, þvottavélar, ryksugur, dyrasímar, húshitun, loftræsting, lýsing og jafnvel gluggatjöld eru öll nettengd og fjarstýrð.

Dagatalið færir okkur inn í nýja tíma

Dagatöl eru eitt það fyrsta sem fylgir okkur inn í nýtt ár og kynnir fyrir okkur tímann framundan. Dagatalinu í ár er ætlað að birta litlar svipmyndir af því hvernig tæknin heldur stöðugt áfram að breyta menningunni og lífi okkar en um leið er því ætlað að fylgja þér í gegn um árið 2021. Dagatalið má panta á með því að senda okkur línu með upplýsingum um hvert þú vilt fá dagatalið sent. Við vonum að sem flestir hafi gaman af og óskum öllum velfarnaðar á nýja árinu.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur