Beinn og óbeinn kostn­að­ur vegna lofts­lags­breyt­inga

Kostnaður við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að hlýnun haldist innan við 2°C fram til 2050 er gífurlegur. Í því sambandi er mikilvægt að greina á milli kostnaðar til skamms tíma og til lengri tíma. Aðgerðir sem virðast vera mjög dýrar til skemmri tíma geta reynst ódýrar í lengri tíma samhengi vegna þeirrar nýsköpunar sem þær kunna að leiða til. Ekki má heldur gleyma því að aðgerðir sem farið er í strax gætu bætt lífsgæði fólks mikið.
24. júní 2020

Upp á síðkastið hefur umræðan um sjálfbæra þróun færst yfir á umræðu um sjálfbæra fjármálastarfsemi. Meginástæðan er sú að öll þau mikilvægu verkefni og markmið sem talin eru nauðsynleg geta ekki orðið að veruleika án verulegrar tilfærslu á fjármagni, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera.

Tölur um kostnað við að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins um að hlýnun haldist innan við 2°C eru mikið á reiki og eru það háar að erfitt er að átta sig á umfangi þeirra. Það hefur t.d. verið rætt um að ný fjárfestingarþörf til þess að ná markmiðum Evrópusambandsins í loftslags- og orkumálum nemi u.þ.b. 175-290 milljörðum evra árlega (um 24-40 þúsund milljörðum króna). Rétt fyrir jól 2019 kynnti framkvæmdastjórn ESB svokallað grænt samkomulag (e. European Green Deal) sem hefur það að markmiði að gera ESB að fyrsta kolefnishlutlausa svæðinu í heiminum fyrir 2050. Augljóst er að þetta krefst mikilla fjárfestinga og því mun framkvæmdastjórnin leggja fram fjárfestingaráætlun þar sem nota á eina trilljón evra í sjálfbærar fjárfestingar á næsta áratug. Í því sambandi er rætt um að búa til hvata til þess að breyta farvegi bæði einka- og opinberra fjárfestinga í átt til meiri sjálfbærni. Covid-19 faraldurinn og gífurlegt fjárhagslegt umfang aðgerða í kringum hann hefur að sjálfsögðu haft áhrif á alla umræðu um loftslagsvandann og mögulegar aðgerðir í því sambandi.

Alþjóða orkumálastofnunin (IEA) telur að það þurfi fjárfestingar upp á 3,5 billjónir dollara (450 þúsund milljarða króna) í orkugeiranum á hverju ári til að ná markmiðum um að hitastig hækki ekki yfir 2°C, sem er u.þ.b. tvöfalt meira en sem nemur núverandi fjárfestingum. Til samanburðar nema fjárlög íslenska ríkisins samtals um 1 þúsund milljörðum króna á ári.

Kostnaður til lengri og skemmri tíma

Hvernig má bera þennan mikla kostnað við að ná jafnvægi í útblæstri kolefnis á árinu 2050 líkt og markmið Parísarsamkomulagsins ganga út á? Til þess að nálgast svarið er nauðsynlegt að greina strax á milli kostnaðar til skemmri tíma og langtímakostnaðar. Til skemmri tíma eru til einfaldar og ódýrar leiðir til þess að draga lítilsháttar úr útblæstri en ef fara á út í viðameiri aðgerðir rýkur kostnaðurinn upp.

Það er þó þannig að sumar aðgerðir, t.d. að ýta undir og styrkja tækni sem dregur úr losun kolefnis, sem virðast vera mjög dýrar til skemmri tíma, geta reynst ódýrar í lengri tíma samhengi vegna þeirrar nýsköpunar sem þær kunna að leiða til. Langtímakostnaður við nauðsynlegar mótvægisaðgerðir getur því orðið minni en oft er talið.

Einföld leið til þess að meta skammtímakostnað við mótvægisaðgerðir gegn mengun felst í því að reikna út áfallinn kostnað vegna verkefnis og deila upp í hann með minnkun mengunar. Gerum t.d. ráð fyrir því að ákveðið sé að reisa vindmyllur og loka kolaveri í staðinn. Kostnaður við vindmyllurnar er 20 milljónir Bandaríkjadala og með því að taka þær í notkun minnkar útblástur um eitt milljón tonn á ári. Skammtímakostnaðurinn við aðgerðirnar væri því 20 dalir á eitt tonn minnkaðs útblásturs. Slíkir einfaldir útreikningar geta verið hentugir til þess að bera saman með grófum og einföldum hætti kostnað við mismunandi mótvægisaðgerðir. Þetta er þó alls ekki einfalt því málin geta breyst með snöggum hætti. Kostnaður við framleiðslu rafmagns með vindi og sólarorku hefur þannig lækkað mikið á síðustu árum og svo mun væntanlega verða áfram.

Mismunandi mat á kostnaði

Allar þessar breytingar (mótvægisaðgerðir) sem flestir telja nauðsynlegar eru mjög dýrar til skamms tíma litið. En þann kostnað má bera saman við allan samfélagslega kostnaðinn sem loftslagshamfarirnar valda eða geta valdið í hagkerfum heimsins. Hver er kostnaður samfélaganna við að hleypa einu tonni af útblæstri í viðbót út í andrúmsloftið? Sérfræðingar á vegum Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseta, töldu á sínum tíma að þessi kostnaður yrði 50 Bandaríkjadalir á hvert tonn kolefnis á árinu 2019, eða rúmlega kr. 6.000 á tonn. Á sama tíma kostar hvert tonn útblástursheimilda á sumum mörkuðum í dag um 2 dali, eða um 250 kr.

Sé þetta sjónarhorn notað sést að margar tegundir mótvægisaðgerða eru ekki svo dýrar. Þær eru hins vegar mjög misdýrar. Í nýlegri skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er því t.d. haldið fram að rúmlega 9 þúsund króna skattur á hvert tonn útblásturs í heiminum myndi nægja til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun loftslags við tvær gráður frá því sem var fyrir iðnbyltingu.

Ýmsar mótvægisaðgerðir gegn mengun eru tiltölulega ódýrar og áhrifamiklar. Þar má t.d. nefna skógrækt og endurheimt votlendis.

Hvað heimilin varðar eru líka til einfaldar aðgerðir eins og að birta meðalnotkun næstu nágranna (ónafngreint auðvitað) á rafmagnsreikningi fólks. Slíkar „ókeypis“ aðgerðir geta skilað nokkrum raforkusparnaði til skamms tíma. En auðvitað þarf miklu meira til. Á dýrari endanum eru aðgerðir sem snúa að því að minnka útblástur í umferðinni. Með þeim dýrari eru styrkir vegna rafbíla, sérstaklega vegna þess að víða um heim er rafmagnið sem þeir eru hlaðnir með framleitt með jarðefnaeldsneyti. Það þarf á hinn bóginn að hafa í huga að til lengri tíma eru dýrar aðgerðir oft ódýrari en ætla má, m.a. vegna ýmiss hliðarárangurs sem þær hafa í för með sér. Það má heldur ekki gleyma því að útgjöld í dag gætu haft mikil áhrif til lengri tíma með því að hafa áhrif á þróun og tækni á tengdum sviðum. Þannig valda styrkir og niðurgreiðslur vegna rafmagnsbíla og aukin notkun þeirra því að þróun á rafhlöðum verður meiri og hraðari en ella.

Það er ljóst að kostnaður við að ná markmiðum sem ríki eða ríkjasambönd setja sér til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins er gífurlegur. Það er hins vegar mikill munur á kostnaði til skemmri og lengri tíma en mikið sparast á móti sé horft til lengri tíma. Þá er einnig líklegt að allur þessi kostnaður geti skilað jarðarbúum betri lífsgæðum til lengri tíma litið.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur