31 mín­úta og 16 sek­únd­ur

Viðskiptasamband Íslands og Amazon er afar mikilvægt og má t.d. benda á að á bilinu 40-60% af öllum fiski sem ræktaður er í fiskeldi á Íslandi er keypt af Amazon í gegnum dótturfélagið Whole Foods.
4. nóvember 2019

Metið er 31 mínúta. Og hitt metið er 16 sekúndur. Met í hverju? Við skulum segja, í verslun. Þetta eru innkaupahraðamet fjölskyldunnar í verslun.

Í meira en eitt ár höfum við fjölskyldan, með fáum undantekningum, gert öll okkar matarinnkaup í gegnum Amazon Fresh og dótturfélag Amazon, Whole Foods. Á þeim tæplega fimm árum sem við höfum verið búsett í Bandaríkjunum höfum við mest verslað hjá Amazon.

Heimavöllurinn

Við búum á heimasvæði Amazon, í Seattle í Washington ríki, þar sem fyrirtækið varð til. Hér er Amazon sannkölluð efnahagsvél fyrir svæðið. Félagið hefur nýtt þá stöðu sína til tilrauna- og vöruþróunarstarfsemi alla tíð og sér ekki fyrir endann á því. Yfir 70 þúsund manns starfa á vegum Amazon á Seattle-svæðinu og þar af eru yfir 45 þúsund í höfuðstöðvunum sem dreifast á yfir 40 byggingar.

Tilraun 1 – 31 mínúta

Ég ákvað að gera tilraun og sjá hversu hröð þjónusta var í boði hjá Amazon, þegar kom að kaupum á íslensku sjávarfangi.

Ég fór í símann, opnaði appið, og pantaði lax og þorsk – frá Íslandi – og nýtti mér Prime Now þjónustu Amazon til að flýta ferlinu sem mest.

Ein hvítvín flaut með, en það var ekki lagt upp með það. Auglýsingin birtist svo glannalega inn í miðri pöntun að ég gat eiginlega ekki annað en kippt henni með.

Amazon Prime Now er flýtiþjónusta við heimsendingu á vörum. Amazon býður upp á þetta meðal annars í krafti þess hversu sterkir innviðirnir eru þegar kemur að vöruflutningi í nærsamfélögum.

Amazon nýtir sér dreifikerfi póstsins þegar það á við. Innreið Uber og Lyft hefur síðan gjörbylt heimsendingarkerfum og gert það mögulegt að koma matarsendingum til fólks á skemmri tíma en áður hefur verið hægt. Þá hefur uppbygging Amazon á eigin dreifikerfi – á láði og lofti – ýtt undir hraðari þjónustu.

Það er skemmst frá því að segja að þjónustustigið með Amazon Prime Now er með ólíkindum. Pokar af vörum – gæðavörum frá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum – voru komnar heim að dyrum á 31 mínútu. Bílstjóri frá Uber kom með vörurnar til mín með bros á vör.

Þessi tilraun heppnaðist vel og sýndi mér að þjónustustigið hjá Amazon er orðið verulega hátt.

Tilraun 2 – 16 sekúndur

Aðra tilraun gerði ég í Amazon Go versluninni sem er við höfuðstöðvarnar í Seattle. Það er fyrsta verslun sinnar tegundar í heiminum og byggir á hreyfiskynjurum og myndavélatækni í lofti verslunarinnar, sem nemur allar hreyfingar notenda eftir að þeir hafa skráð sig inn í verslunina í gegnum Amazon Go appið.

Ég gekk rakleiðis að hillunni og kippti með mér dós af Siggi’s skyr – þó ekki nema bara til að styðja einstakt frumkvöðlaævintýri Sigurðar K. Hilmarssonar. Þetta tók mig 16 sekúndur. Um leið birtist strimillinn í símanum mínum með staðfestingu á að varan hefði verið skuldfærð af kreditkortinu mínu.

Líkt og með netverslunartækni Amazon þá er það þjónustustigið sem kemur manni mest á óvart. Engir búðarkassar eru í versluninni og allt gengur hratt fyrir sig.

Framundan er svo ævintýralegur vöxtur Amazon þegar kemur að uppbyggingu Amazon Go verslana sem byggja á fyrrnefndri tækni. Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins munu þúsundir verslana spretta upp, þar sem fáir munu vinna og raðir heyra sögunni til.

Ekki vanmeta áhrifin

Ég hef að undanförnu unnið að athugun á tækifærum og ógnunum fyrir íslenskan sjávarútveg á þeim markaði sem starfsemi Amazon hefur búið til. Þetta er landamæralaus markaður sem vex á ógnarhraða og byggir að miklu leyti á sífellt hækkandi þjónustustigi Amazon þar sem allt snýst um að nota tæknina til að auðvelda viðskiptavinum lífið.

Eitt af því sem kom mér mest á óvart var hversu umfangsmikið viðskiptasambandið er milli Íslands og Amazon. Á bilinu 40-60% af öllum fiski sem ræktaður er í fiskeldi á Íslandi eru keypt af Amazon – í gegnum dótturfélagið Whole Foods – þegar heildarkeðjan er rakin allt til enda.

Framleiðslan er að vaxa mikið þessi misserin og nýir markaðir, meðal annars í Kína, að opnast. Þá hafa ýmsar aðrar vörur einnig vaxið nokkuð innan Amazon að undanförnu, og má nefna íslenskan þorsk sem dæmi. En það er engu að síður ljóst að mikil tækifæri eru í því fólgin að auka söluna á þorskinum og sýnileika íslenska þorsksins hjá Amazon.

Í skýrslu sem fylgir með þessari grein er staða íslensks sjávarútvegs innan þessa markaðssvæðis – Amazon – gerð að umtalsefni. Meðal þess sem fjallað er um eru þær umfangsmiklu breytingarnar sem eru að verða á smásölumarkaði og eru að setja töluverða pressu á matvælaframleiðendur.

Amazon Go

Landamæralaus markaður – tækifæri íslensks sjávarútvegs innan Amazon og Whole Foods

Eins og fram kemur að ofan gerði Magnús Halldórsson, ritstjóri Vísbendingar, skýrslu um matvörusölu í netverslunum og tækifærum og áskorunum sem hún felur í sér.

Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er:

  • Amazon er með mestu markaðshlutdeildina meðal netverslana í Bandaríkjunum, eða 48%. Matvöruverslun Amazon hefur að jafnaði aukist um 15-26% á hverjum ársfjórðungi síðustu tvö ár.
  • Um 40-60% af öllum eldisfiski á Íslandi hefur verið að fara í sölu hjá Whole Foods, sem þjónar ekki aðeins einstaklingum heldur er einnig að vaxa mikið sem heildverslun fyrir veitingastaði og aðra sambærilega viðskiptavini. Þetta hefur skipt miklu máli á uppbyggingartíma greinarinnar.
  • Amazon hefur sett upp frystihús og ferskvörugeymslur í New York, New Jersey, Pennsylvania, Connecticut, Kaliforníu, Washington, Maryland og Boston og ætla að halda áfram að byggja þessa starfsemi upp. Sambærileg sókn á önnur markaðssvæði í heiminum í undirbúningi.
  • Vöxtur í verslun á netinu og heimsendingatækni er komin lengra en margir átta sig á. Tæknilausnir tilbúnar, markaðssókn hafin. Fjárfestar finna fyrir tæknilegu forskoti Amazon, enda hefur fyrirtækið verið að sýna spilin og hefur nú þegar fjármagnað næstum tíu ára vaxtaáform.
  • Amazon er stórveldi og leiðandi í netverslun. Mikilvægt að huga að því núna hvernig koma eigi íslenskum matvörum, sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum (fiski, kjöti og annarri matvöru), inn á þann landamæralausa markað, sem mun fylgja með frekari stækkun Amazon Prime. Þar er heimurinn undir og svo til sama gæðakerfi notað á öllum mörkuðum.
  • Mikilvægt að styrkja viðskiptasambandið sem ætti að geta verið mun umfangsmeira miðað við stærð Bandaríkjamarkaðar og góðar samgöngur milli landanna.

Íslenskur fiskur í erlendum netverslunum – málstofa

Skýrslan um landamæralausan markað kom út í tengslum við málstofu á Sjávarútvegsráðstefnunni 2019 og er birt undir merkjum Vísbendingar. Vísbending hefur komið út frá því árið 1983 og er sérhæft fjárfestafréttabréf fyrir íslenskan markað.

 Yfirskrift málstofunnar var: Íslenskur fiskur í erlendum netverslunum. Þar var skýrslan kynnt og þær Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Niceland Seafood og Agnes Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Icelandic Asia og formaður Félags kvenna í sjávarútvegi fluttu erindi. Málstofunni laukur með pallborðsumræðum með þátttöku Agnesar og Heiðu Kristínar auk Viðars Engilbertssonar, sérfræðings í markaðsmálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Barn í jólaglugga
9. des. 2024
Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum
Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
28. nóv. 2024
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur