Hvern­ig get ég stuðlað að góðu láns­hæf­is­mati?

Áður en einstaklingar geta tekið lán þarf að liggja fyrir lánshæfismat sem segir til um hvort og hversu líklegt það er að þeir lendi í vanskilum í náinni framtíð. En hvernig má stuðla að góðu lánshæfismati?
Hafnarfjörður
4. september 2018

Samkvæmt lögum um neytendalán er bönkum og öðrum fyrirtækjum sem bjóða upp á lánaviðskipti skylt að meta lánshæfi tilvonandi lántaka eða að láta aðra aðila framkvæma matið fyrir sig. Landsbankinn metur reglulega lánshæfi lánþega bankans með sjálfvirkum hætti og er mikill meirihluti þeirra með gott lánshæfi. Reglubundið mat bankans á lánshæfi viðskiptavina dregur úr útlánaáhættu bankans og fyrirbyggir um leið að óhófleg skuldsetning verði myllusteinn um háls viðskiptavina. Rétt er að taka fram að lánshæfismat er ekki greiðslumat og segir ekki til um hversu mikið einstaklingur getur greitt af láni.

Gott lánshæfismat er m.a. forsenda þess að fólk geti sjálft stillt yfirdráttinn, skipt kreditkortareikningum í appi eða netbanka eða tekið lán á netinu. Gott lánshæfismat leiðir þannig til betri og aðgengilegri þjónustu.

Framkvæmd lánshæfismats

Lánshæfismat Landsbankans byggist á gögnum um viðskiptavini, m.a. um viðskiptasögu og yfirlit yfir fjárhagslegar skuldbindingar. Matið samanstendur af lánshæfiseinkunn, frá 0 upp í 10, og fjórum litaflokkum; grænum, gulum, appelsínugulum og rauðum. Grænn gefur til kynna að engar vísbendingar séu um versnandi fjárhagsstöðu, gulur að vísbendingar séu til staðar um versnandi fjárhagstöðu, appelsínugulur að lánþegi sé eða hafi verið í alvarlegum vanskilum og rauður að lánþegi sé í alvarlegum vanskilum. Best er að vera með háa einkunn og í grænum litaflokki en lakast að vera með lága einkunn og í rauðum litaflokki.

Ekki lenda í vanskilum að óþörfu

Vanskil geta haft neikvæð áhrif á lánshæfismatið. Í mörgum tilfellum lendir fólk í vanskilum algjörlega að óþörfu, s.s. vegna andvaraleysis eða vegna þess að það hreinlega gleymir að borga reikninga á réttum tíma.

Ýmislegt er hægt að gera til að koma í veg fyrir óþarfa vanskil. Til dæmis er hægt að setja reikninga sem berast reglulega (afborganir af lánum, rafmagnsreikninga o.s.frv.) í beingreiðslu en slíkt er einfalt að gera í netbanka eða appi. Reikninga má einnig greiða með kreditkorti og yfirleitt er hægt að ganga frá slíkri „áskrift“ á vefsíðum þeirra fyrirtækja sem gefa reikningana út. Launafólk sem fær útborgað um miðjan mánuð, t.d. 15. dag hvers mánaðar, getur óskað eftir að gjalddagar lána taki mið af útborgunardegi. Þá nýta margir sér greiðsluþjónustu til að jafna mánaðarlegar sveiflur í útgjöldum heimilisins. Þessi einföldu ráð stuðla að því að reikningar séu greiddir á réttum tíma sem bætir lánshæfismat viðskiptavina.

Hafðu samband ef þú lendir í erfiðleikum

Hversu vel sem fólk skipuleggur sín fjármál geta tímabundnir erfiðleikar, svo sem atvinnumissir eða veikindi, haft afdrifarík áhrif á fjárhaginn. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að gera ráðstafanir, t.d. að óska eftir breytingum á afborgunum lána eða jafnvel að draga úr skuldsetningu með sölu eigna ef líklegt er að erfiðleikar verði langvarandi.

Tímabundin vanskil og greiðsluerfiðleikar hafa ekki langvarandi áhrif á lánshæfismatið. Um leið og fjárhagsstaðan batnar hækkar lánshæfismatið. Og þótt fólk gleymi einstaka sinnum að greiða reikning á réttum tíma leiðir slíkt ekki umsvifalaust til þess að lánshæfið lækki.

Almennt má segja að hófleg skuldsetning, ráðdeild í fjármálum og sparnaður hafi mjög jákvæð áhrif á lánshæfismat. Vanskil hafa á hinn bóginn mjög neikvæð áhrif á lánshæfismat. Gullna reglan um að eyða ekki meiru en aflað er á vel við hér.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Íbúðahús
14. okt. 2024
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Rafbíll í hleðslu
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur