Hvern­ig er hægt að ávaxta sparn­að í verð­bólgu?

Þegar verðbólga er há getur verið snúið að ávaxta sparnað til skemmri tíma. Ef ávaxta á sparnaðinn til lengri tíma eru fleiri möguleikar í stöðunni.
2. nóvember 2022

Þegar þessi grein er skrifuð er verðbólga um 9% en stýrivextir Seðlabankans eru mun lægri, eða 5,75%. Þegar vextir eru lægri en verðbólga rýrnar verðgildi sparifjár þar sem raunvextir, þ.e. nafnvextir að frádreginni verðbólgu, eru neikvæðir. Í þessari stöðu er eðlilegt að sparifjáreigendur velti fyrir sér hvaða möguleikar séu í stöðunni.

Hvaða leiðir eru í boði?

Til eru margar mismunandi ávöxtunarleiðir fyrir sparnað. Hægt er að leggja peninga inn á innlánsreikninga, kaupa skuldabréf, hlutabréf eða í sjóðum. Við mælum með því að þú kynnir þér sem flesta valkosti áður en þú tekur ákvörðun.

Verðtryggðir innlánsreikningar

Lágmarksbinding á slíkum reikningi er þrjú ár og því er ekki hægt að taka peninginn út hvenær sem þér hentar. Þú þarft líka að velta fyrir þér hvernig verðbólga/vextir gætu þróast næstu þrjú árin en ekki bara skoða stöðuna í dag eða undanfarin ár. Vextir eru greiddir samkvæmt vaxtatöflu hverju sinni og verðbætur eru greiddar mánaðarlega eftir því hvernig vísitala neysluverðs þróast.

Óverðtryggðir innlánsreikningar

Hægt er að velja á milli bundinna og óbundinna reikninga. Á bundnum reikningum getur binditími verið í allt að 24 mánuði. Bestu vextirnir sem bankinn býður nú á óbundnum óverðtryggðum reikningi er þegar þú sparar í appinu.

Lausafjársjóðir

Þeir geta hentað fyrir skammtíma ávöxtun, t.d. ef sparnaðartíminn er innan við ár. Í lausafjársjóðum eru sveiflur í ávöxtun minni og ávöxtun fer hækkandi vegna hækkunar á stýrivöxtum. Þessir sjóðir fjárfesta yfirleitt einnig í skuldabréfum og víxlum og flokkast því sem skuldabréfasjóðir, líkt og t.d. Veltubréf og Veltubréf + sem eru lausafjársjóðir hjá Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans.

Skuldabréf / skuldabréfasjóðir

Kaup í þeim eru yfirleitt hugsuð sem fjárfesting til lengri tíma og þá er jafnan átt við tvö ár eða lengur. Þessi fjárfestingarkostur myndar kjölfestuna í fjárfestingum lífeyrissjóða og er í eðli sínu áhættuminni en t.d. hlutabréf. Skuldaraáhætta (áhætta tengd útgefanda bréfa, t.d. fyrirtæki eða ríkissjóður) er mismunandi eftir því hver gefur út bréfin. Þannig bera ríkisskuldabréf almennt minni skuldaraáhættu vegna þess að ríkið sem útgefandi er ekki talið líklegt til að vanefna skuldbindingar sínar. Það má freista þess að fá hærri ávöxtun til lengri tíma með því að fjárfesta í öðrum skuldabréfum en þeim sem eru útgefin af ríkinu en þá er skuldaraáhættan líka meiri.

Hlutabréf/hlutabréfasjóðir

Hér getur virði fjárfestingarinnar sveiflast töluvert og því er almennt talað um að fjárfesta þurfi til langs tíma. Ráðlagður fjárfestingartími í hlutabréfasjóðum Landsbréfa er t.d. fjögur ár eða meira. Ekki hugsað sem skammtímafjárfesting.

Blandaðir sjóðir

Svo eru til sjóðir sem byggja á blöndu af þessu öllu. Blandaðir sjóðir eru í virkri eignastýringu, sem þýðir að sjóðstjóri fylgist með og bregst við þróuninni í hagkerfinu og á mörkuðum á hverjum tíma með því að aðlaga fjárfestingar sjóðsins. Fjárfest er í skuldabréfum og hlutabréfum bæði hér á Íslandi og erlendis. Þú getur valið sjóð eftir því hversu framsækna eða varfærna fjárfestingarstefnu þú vilt.

Mismunandi leiðir að sama markmiði

Það er því miður ekki er hægt að sjá fram í tímann og segja til um hvernig mismunandi eignaflokkar munu þróast. Þetta snýst á endanum um þolinmæði og sígandi lukku nema fólk sé tilbúið til að taka þeim mun meiri áhættu með sparifé sitt. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum hvað varðar fjárfestingartíma, áhættuvilja, sveifluþol og markmið með sparnaðinum, en þessi atriði skipta miklu máli þegar kemur að vali á ávöxtunarleið.

Við mælum með að þú fáir persónulega ráðgjöf til að fara yfir valmöguleikana og finna farsælustu leiðina miðað við þínar forsendur. Þú getur bókað tíma hjá sérfræðingum bankans hér á vefnum og hitt á okkur þegar þér hentar.

Panta tíma

Jóhanna og Gústav starfa í Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Íbúðahús
14. okt. 2024
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Rafbíll í hleðslu
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur