Ann­að hvort eru fjár­málin í lagi eða þau eru það alls ekki

Ungt fólk ræðir mikið við mig um fjármál í starfi mínu sem fjármálaráðgjafi hjá Landsbankanum. Erindin eru auðvitað af ýmsum toga. Sumir hafa lent í fjárhagsvandræðum og vilja aðstoð, aðrir vilja ræða um sparnað eða um möguleg íbúðarkaup.
Ungt fólk
17. nóvember 2016 - Vigdís Gunnarsdóttir

Mín reynsla er sú að ungt fólk skiptist nánast alfarið í tvo flokka – annað hvort eru fjármálin í lagi eða þau eru alls ekki í lagi. Þegar ég segi að fjármálin séu í lagi þýðir það ekki endilega að fólk eigi fullt af peningum. Ungt fólk hefur gjarnan fremur lítið á milli handanna, enda er það oft í námi og á eftir að koma undir sig fótunum fjárhagslega. En það er ekki það sama og að segja að fjármálin séu í ólestri. Ég ræði t.d. við marga sem eru á leigumarkaðnum og þau eiga það flest sameiginlegt að búa við fremur þröngan fjárhag, enda er leiguverð orðið óheyrilega hátt, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Þau geta engu að síður haft góða yfirsýn og góða stjórn á sínum fjármálum. Sumum tekst jafnvel, oft með töluverðri útsjónarsemi, að leggja fé fyrir.

Leyfum ungmennum að taka ábyrgð á sínum fjármálum

Þegar 18 ára aldri er náð er fólk fjárráða. Frá og með þeim aldri ber fólk ábyrgð á sínum eigin fjármálum. Það er afar mikilvægt að foreldrar undirbúi börnin sín vel fyrir þessi tímamót og kenni þeim á fjármálin. Foreldrar eiga ekki að vasast um of í fjármálum barna sinna, heldur leyfa þeim að spreyta sig og axla ábyrgð. Börn sem eru vön því að foreldrar skammti þeim vasapening, sjái um allar færslur í netbankanum, geri fyrir þau skattskýrslu o.s.frv. eru ekki sérlega vel undir það búin að þurfa skyndilega að sjá sjálf um eigin fjármál. Ég stofnaði sparnaðarreikning fyrir börnin mín þegar þau voru 8-9 ára gömul og leyfði þeim að fylgjast með og sjá hvernig þeim gekk að safna. Þeim fannst frábært að geta séð sjóðinn stækka þar til þau höfðu náð að safna sér fyrir því sem þau langaði til að kaupa. Þannig lærðu þau mikilvægar lexíur um fjármál.

Samtök fjármálafyrirtækja hafa undanfarið staðið fyrir fjármálafræðslu undir merkjum Fjármálavits og þar má finna mörg góð fjármálaráð.

Algeng mistök í fjármálum

Í minni ráðgjöf ræði ég við ungt fólk um ýmislegt sem getur komið upp á varðandi fjármál. Miðað við mína reynslu er eftirfarandi algengustu mistökin sem ungt fólk gerir í fjármálum:

  • Neyslan er ekki í samræmi við tekjurnar. Er t.d. hægt að smyrja nesti í skólann og hella upp á kaffibrúsann, fremur en að kaupa tilbúnar máltíðir og kaffibolla?
  • Fresta því að takast á við vandann.
  • Smálán. Þeir sem eru í fjárhagsvandræðum freistast stundum til að taka smálán. Taka svo önnur smálán til að greiða þau gömlu. Yfirdráttarvextir eru vissulega háir en þeir komast ekki í hálfkvisti við kostnaðinn við að taka smálán.
  • Leggja ekki fyrir.
  • Huga ekki að viðbótarlífeyrissparnaði. Þessi tegund sparnaðar er ein sú hagkvæmasta sem völ er á, enda leggur atvinnurekandi til fé á móti.

Hægt að snúa við blaðinu á stuttum tíma

Það veitir mér mikla ánægju í starfi mínu að hitta ungt fólk og veita þeim ráðgjöf og upplýsingar sem hjálpar þeim að takast á við sín fjármál. Ég man t.a.m. vel eftir ungri konu sem kom til mín í fyrra. Hún var í dálitlu veseni með sín fjármál og ákvað að fylgja áætlun sem fólst í stuttu máli í því að hún greiddi niður skuldir og lagði um 10.000 krónur fyrir á mánuði. Eftir nokkra mánuði var staðan orðin allt önnur og betri og unga konan var afskaplega ánægð með að sér skyldi hafa tekist að sparast nokkra tugi þúsunda á stuttum tíma. Fjármál þurfa ekki að vera flókin.

Vigdís Gunnarsdóttir er sérfræðingur í einstaklingsþjónustu hjá Landsbankanum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Hjón úti í náttúru
12. mars 2024
Það gæti borgað sig að spara í sjóðum ef þú færð greiðslur frá TR
Þau sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa mörg hver rekið sig á að fjármagnstekjur umfram ákveðna fjárhæð geta skert greiðslurnar. Það er eðlilegt að spyrja sig hvaða leiðir séu bestar fyrir sparnaðinn, sérstaklega eftir að vextir tóku að hækka, og hvernig best er að haga sparnaði með tilliti til fjármagnstekna.
Verðbréfasíða í netbanka
24. jan. 2024
Viltu ná árangri með eignadreifingu?
Okkur er oft ráðlagt að dreifa eignum okkar til þess að draga úr sveiflum. Viðkvæðið „ekki setja öll eggin í sömu körfuna“ stendur fyrir sínu, en með því að dreifa áhættunni getum við varið okkur gegn ófyrirséðu tapi af stökum fjárfestingum.
18. jan. 2024
Hvernig er fjármálaheilsan?
Við upphaf nýs árs er mjög algengt að fólk byrji í heilsuátaki, enda oft ekki vanþörf á eftir margra vikna sykurát og óhóflega neyslu á mat og drykk. Það er upplagt að nota tækifærið til að velta líka fyrir sér fjármálaheilsunni og setja sér markmið um að bæta fjármálin.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur