Vísi­tala íbúða­verðs mjakast upp á við og fyrstu kaup­end­um fjölg­ar

Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5% milli mánaða í desember. Sérbýli hækkaði í verði en fjölbýli lækkaði. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.
Hús í Reykjavík
17. janúar 2024

Vísitalan hækkaði um 0,5% á milli mánaða í desember. Í nóvember hækkaði hún um 0,1% og um 0,9% í október. Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um 2,1% og fjölbýlishlutinn lækkaði um 0,02%. Almennt sveiflast sérbýlishluti vísitölunnar meira en fjölbýlishlutinn, bæði vegna þess að mun færri samningar eru gerðir í hverjum mánuði um sérbýli heldur en fjölbýli og vegna þess að sérbýli eru fjölbreyttari og verðið misjafnara milli sérbýla en fjölbýla.

Sérbýli hækkað mun meira í verði en fjölbýli á síðustu 12 mánuðum

Árshækkun vísitölunnar hefur aukist statt og stöðugt eftir að hafa náð lágmarki í 0,8% í júlí í fyrra. Hún mældist 4,5% í desember og var 3,4% í nóvember. Hún er enn mun minni en verðbólgan, sem mældist 7,7% í desember, sem gefur til kynna að á síðustu 12 mánuðum hafi húsnæðið ekki verið afgerandi drifkraftur verðbólgunnar, þótt það hafi aftur dregið vagninn á allra síðustu mánuðum. Árshækkun sérbýlis er þó komin upp í 7,5%.

Raunverðið 2% lægra en á sama tíma fyrir ári

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað milli ára síðustu átta mánuði. Raunverð fæst með því að taka tillit til verðbólgu, en til þess notum við vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Raunverð lækkar þannig milli ára ef árshækkun íbúðaverðs er minni en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Ársbreyting raunverðs er enn neikvæð en þó hefur dregið úr lækkuninni síðustu mánuði. Raunverðið er nú 2,0% lægra en á sama tíma í fyrra. Raunverðslækkunin var mest í júlí í fyrra þegar raunverðið var 5,9% lægra en í júlí árið áður.

Kaupsamningum fjölgar aftur milli ára

Undirrituðum kaupsamningum hefur tekið að fjölga á ný þegar fjöldinn er borinn saman við sama tíma í fyrra. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um 12% milli ára í september, um 21% milli ára í október og 7% í nóvember.

Hlutdeildarlán sóttu í sig veðrið á síðasta ári og fyrstu kaupendum fjölgaði

Eftir því sem leið á síðasta ár fjölgaði hlutdeildarlánum, enda voru skilyrði vegna slíkrar lántöku útvíkkuð um mitt ár. Lánin eru ætluð fyrstu kaupendum og aðeins veitt til kaupa á nýjum íbúðum. Þau hafa því gert sitt til að fjölga fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði á seinni helmingi ársins en þá voru þeir 36% fleiri en á fyrri helmingi ársins, og 32% af öllum kaupendum í stað tæplega 27% á fyrri helmingi.

Með því að ýta undir sölu á nýjum íbúðum, sem eru almennt dýrari en þær eldri, teljum við að hlutdeildarlánaúrræðið hafi hækkað íbúðaverð eins og það er mælt. Í mælingum á vísitölu íbúðaverðs er ekki leiðrétt fyrir aldri íbúða og því má ætla að vísitalan hækki eftir því sem hlutfallslega fleiri nýjar íbúðir seljast. 

Íbúðaverð heldur áfram að mjakast upp á við þrátt fyrir skarpar vaxtahækkanir síðasta árs og viðvarandi hátt vaxtastig. Verðþróunin næstu mánuði hlýtur að ráðast af ýmsu, ekki síst hversu hratt verðbólgan hjaðnar og því hvenær má vænta vaxtalækkana. Þá geta hamfarirnar í Grindavík haft áhrif á markaðinn, en áhrifin fara verulega eftir því hvort og hvernig stjórnvöld bregðast við húsnæðisvanda Grindvíkinga. Þá hafa aðilar á hluta vinnumarkaðarins lýst því yfir að hægt yrði að semja um hófstilltar launahækkanir ef stjórnvöld stigu inn í, til dæmis með úrræðum tengdum húsnæðismarkaði.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur