Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð Peningastefnunefndar.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi í júní.
- Á föstudag gefur Vinnumálastofnun út nýjustu tölur um atvinnuleysi.
- Í vikunni birta bæði PLAY og Icelandair flutningstölur fyrir júní.
Mynd vikunnar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% milli maí og júní og nam 12 mánaða verðbólga 8,8% í júní. Verðbólga án húsnæðis mældist 6,5%. Enn sem fyrr eru það miklar verðhækkanir á fasteignamarkaði sem eru megindrifkraftur verðbólgunnar. Á myndinni sést svokölluð samræmd vísitala neysluverðs fyrir Norðurlöndin, en samræmd vísitala neysluverðs fylgir staðli Hagstofu Evrópu (Eurostat) og er því sambærileg milli landa. Einn helsti munur íslensku neysluverðsvísitölunnar og hinnar samræmdu er að eigið húsnæði er ekki með í þeirri samræmdu. Síðastliðinn maí mældist samræmd vísitala neysluverðs lægst hér á landi en hæst í Danmörku í samanburði við hin Norðurlöndin.
Efnahagsmál
- Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 1,4% milli maí og júní og VNV án húsnæðis hækkaði um tæpt 1,1%. Verðbólgan mælist nú 8,8% og hefur ekki verið hærri síðan í október 2009 en við teljum að hún muni ná hámarki í ágúst næstkomandi, verði þá 9,5% en taki svo að hjaðna.
- Seðlabankinn birti Hagvísa, ársfjórðungslegt yfirlit yfir þróun efnahagsmála, safn hagvísa og stöðu fjármálakerfisins.
Fjármálamarkaðir
- Hagar og Ölgerðin birtu ársfjórðungsuppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung.
- Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun.