Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Íslandsbanki hálfsársuppgjör.
- Á fimmtudag birtir Icelandair hálfsársuppgjör.
Mynd vikunnar
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands lækkaði launavísitalan um 0,1% milli maí og júní. Breytingin á ársgrundvelli var 4,3% sem er minnsta ársbreyting frá febrúar 2011. Samanlögð hækkun launavísitölunnar í apríl og maí var 2,2% sem væntanlega er ágæt mæling á upphafsáhrifum nýgerðra kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Hækkun launavísitölunnar vegna samninganna nú er töluvert minni en verið hefur síðustu ár. Þá er samningstímabili flestra samninga á opinbera markaðnum lokið þannig að þar hefur ekki verið um neinar launabreytingar að ræða á síðustu mánuðum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Ásgeir Jónsson var skipaður seðlabankastjóri.
- Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,21% milli mánaða og mælist 12 mánaða verðbólga nú 3,1% samanborið við 3,3% í júní
- S&P staðfesti lánshæfismat stóru viðskiptabankana þriggja og Íbúðalánasjóðs, en breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar.
- Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands lækkaði launavísitalan um 0,1% milli mánaða í júní.
- Að okkar mati er fasteignamarkaður í algerri kyrrstöðu.
- Þjóðskrá birti samantekt um hverjir eiga viðskipti með íbúðarhúsnæði.
- Marel og Landsbankinn birtu hálfsársuppgjör.