Vikubyrjun 13. janúar 2025
Vikan framundan
- Á miðvikudag verða birtar verðbólgutölur fyrir desember bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi.
- Á fimmtudag birta Hagar og Ölgerðin uppgjör.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn greiðslumiðlunanúar.
Mynd vikunnar
Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands voru 8,8% einstaklinga og 9,0% heimila undir lágtekjumörkum árið 2023. Ekki mælist tölfræðilega marktækur munur á lágtekjuhlutfalli eftir kyni eða menntunarstigi og heldur ekki eftir landsvæðum. Munur á lágtekjuhlutfalli fólks eftir menntunarstigi hefur minnkað verulega frá fyrri árum og nú mælist ekki marktækur munur. Fyrir 2019 lækkaði lágtekjuhlutfall eftir því sem menntunarstig hækkaði og munurinn var marktækur. Greina má skýran mun á lágtekjuhlutfalli eftir stöðu fólks á húsnæðismarkaði, en lágtekjuhlutfall heimila í leiguhúsnæði var tæplega þrisvar sinnum hærra en lágtekjuhlutfall heimila í eigin húsnæði.
Það helsta frá vikunni sem leið
- 142 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í desember síðastliðnum, 5,0% fleiri en í desember árið áður. Í heild voru brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll 2.262 þúsund, 2,1% fleiri en árið áður. Ferðamenn hafa aðeins einu sinni verið fleiri, á metárinu 2018 þegar brottfarir voru 2.316 þúsund. Icelandair og Play birtu einnig flutningstölur í síðustu viku.
- Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
- 2.291 fullbúin íbúð kom á markað á höfuðborgarsvæðinu í fyrra samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Íbúðirnar eru 10,5% fleiri en árið áður.
- Skráð atvinnuleysi samkvæmt Vinnumálastofnun var 3,8% í desember. Atvinnuleysi jókst um 0,1% milli mánaða, en atvinnuleysi hækkar jafnan á milli mánaða í desember. Atvinnuleysi var 0,2 prósentustigum meira en í sama mánuði árið áður, en það er svipaður munur á milli ára og var flesta mánuði ársins.
- Oculis tilkynnti um jákvæðar niðurstöður úr fasa 2 ACUITY rannsóknar. Arion banki birti tilkynningu um endurkaupaáætlun.
- Arion banki gaf út skuldabréf í norskum og sænskum krónum, Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð og viðbótarútgáfu, Reykjavíkurborg birti útgáfuáætlun, Lánamál ríkisins héldu útboð á ríkisbréfum, Landsbankinn hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum, Íslandsbanki gaf út skuldabréf í norskum og sænskum krónum og Íþaka hélt útboð á skuldabréfum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).