Viku­byrj­un 24. júlí 2023

Vaxtahækkanir virðast vera farnar að hafa þó nokkur áhrif á eftirspurn í hagkerfinu og ársverðbólgan fór úr 8,9% í 7,6% í júlí. Í síðustu viku bárust nýjar tölur af fasteignamarkaði og greiðslumiðlun sem benda til þess að verulega sé tekið að hægja á. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman þriðja mánuðinn í röð og vísitala íbúðaverðs lækkaði um 1,1%.
Greiðsla
24. júlí 2023

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Össur uppgjör.
  • Á miðvikudag birta Arion, Festi og Marel uppgjör.
  • Á fimmtudag birta Íslandsbanki og Play uppgjör.

Mynd vikunnar

Kortavelta íslenskra heimila hefur dregist saman þrjá mánuði í röð, sé hún borin saman við sömu mánuði í fyrra. Í júní nam kortaveltan 106 mö.kr. og var 7,5% minni að raunvirði en í júní í fyrra. Innanlands dróst hún saman um 8,4% og erlendis um 4,1%. Einkaneysla og kortavelta fylgjast gjarnan nokkurn veginn að og því má gera ráð fyrir að hægt hafi þó nokkuð á einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi. Kaupmáttur jókst í júní, þar sem launavísitalan hækkaði meira en vísitala neysluverðs, um 1,1%.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,03% milli mánaða í júlí og við það fór ársverðbólgan úr 8,9% í 7,6%, örlítið undir okkar spá um 7,7% ársverðbólgu. Framlag þjónustu og húsnæðisverðs dróst saman og útsölur höfðu meiri áhrif til lækkunar á vísitölunni en í fyrra. Allar kjarnavísitölur verðbólgunnar lækkuðu milli mánaða sem er merki um að dregið hafi úr undirliggjandi verðbólguþrýstingi.
  • Launavísitalan hækkaði um 1,1% milli mánaða í júní, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti á föstudag. Hækkunina má líklega helst rekja til kjarasamningsbundinna hækkana félaga BSRB, en hluti þeirra undirritaði kjarasamninga í mánuðinum. Kaupmáttur jókst um 0,3% í júní og um 1,8% á síðustu 12 mánuðum, mun meira en á síðustu mánuðum þegar árskaupmáttur hefur gjarnan ýmist dregist saman eða staðið í stað.
  • Kortavelta íslenskra heimila hélt áfram að dragast saman í júní, samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti á mánudag. Ef kortavelta hvers mánaðar er borin saman við kortaveltu í sama mánuði í fyrra hefur hún í heildina dregist saman þrjá mánuði í röð, um 7,5% í júní. Innanlands hefur hún minnkað fjóra mánuði í röð, um 8,4% í júní. Nú í júní dróst hún einnig saman erlendis, í fyrsta sinn síðan í febrúar 2021, um 4,1%.
  • Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 1,1% milli mánaða í júní, samkvæmt nýjum tölum HMS, eftir samfellda hækkun síðustu fjóra mánuði. Í hagsjá Hagfræðideildar kemur meðal annars fram að vísitalan hafi ekki lækkað jafnmikið síðan í desember 2010. Árshækkun vísitölunnar fór úr 6,1% í 2,7% og hefur ekki verið jafnlítil síðan í janúar 2020.
  • Icelandair og Landsbankinn birtu uppgjör.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 24. júlí 2023 (PDF)

Fyrirvari
Þessi umfjöllun og/eða samantekt er markaðsefni sem er ætlað til upplýsinga en felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningar eiga því ekki við, þar með talið bann við viðskiptum fyrir dreifingu. Umfjöllunin er unnin út frá opinberum upplýsingum frá aðilum sem Landsbankinn telur áreiðanlega, en bankinn getur ekki ábyrgst réttmæti upplýsinganna. Landsbankinn tekur enga ábyrgð á tjóni sem gæti hlotist af notkun upplýsinganna sem hér eru settar fram.

Upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga eða -vísitalna sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef árangur byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Nánari upplýsingar um fyrri árangur fjármálagerninga og -vísitalna má finna á vef Landsbankans, þ.m.t. um ávöxtun síðastliðinna 5 ára.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra á vef Landsbankans.

Landsbankinn er viðskiptabanki sem starfar samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og starfar undir leyfi og eftirliti fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.fme.is).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur