Vikubyrjun 22. júní
Vikan framundan
- Í dag birtir Hagstofan ársfjórðungslegar launavísitölur.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsspá og einnig vísitölu neysluverðs í júní. Við spáum 0,1% hækkun milli mánaða.
- Á föstudag gefur Seðlabankinn út Hagvísa.
Mynd vikunnar
Í maí varð viðsnúningur á neyslu landsmanna innanlands eftir samdrátt síðustu mánaða. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 72 mö.kr. og jókst um 3,3% milli ára miðað við fast verðlag, sem er talsverð breyting frá síðustu mánuðum þegar samkomubann stóð sem hæst og óvissa varðandi útbreiðslu Covid-19 var mikil. Þá mældist samdráttur upp á tæp 13% milli ára í apríl og 7% í mars. Þeir útgjaldaliðir sem drógust saman í mars og apríl jukust margir allverulega þegar takmörkum samkomubanns var aflétt.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% milli mánaða.
- Töluvert dró úr atvinnuleysi í maí, sem er þó áfram mikið.
- Þinglýstum kaupsamningum fjölgaði í maí samanborið við apríl.
- Greiðslukortavelta innanlands jókst í maí.