Viku­byrj­un 22. júlí 2024

Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024

Erlendis þá bárust verðbólgutölur frá Bretlandi sem sýndu óbreytta verðbólgu og evrópski Seðlabankinn ákvað að halda vöxtum á evrusvæðinu óbreyttum. Í þessari viku birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir júlímánuð og það verða nokkur uppgjör birt.

Vikan framundan

  • Á morgun birtir Össur árshlutauppgjör.
  • Á miðvikudag birtir Hagstofan verðbólgutölur, við spáum því að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9%. Marel birtir árshlutauppgjör.
  • Á fimmtudag birta Arion banki, Íslandsbanki og Play árshlutauppgjör.

Mynd vikunnar

Greiðslukortavelta íslenskra heimila dróst saman um 1,8% milli ára innanland í júní miðað við fast verðlag, erlendis jókst hún um 4,8% miðað við fast gengi. Alls dróst kortavelta íslenskra heimila saman um 0,4% milli ára að raunvirði. Þróunin upp á síðkastið er slík að það mælist samdráttur í kortaveltu innanlands, á sama tíma og kortavelta erlendis hefur ýmist staðið í stað eða aukist. Þetta er merki um að neysla Íslendinga sé í auknum mæli að færast út fyrri landssteinana, til að mynda í gegnum ferðalög, netverslun og þjónustu streymisveita. Rúmlega 20% af kortaveltu heimilanna fer núna fram erlendis.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Í síðustu viku birti HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu hagdeildar. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní og er árshækkunin nú 9,1%, en svo mikil hefur hún ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%, og er árshækkun leiguverðs nú 13%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og eru merki um að nokkur spenna sé nú á íbúðamarkaði.
  • AGS birti reglubundna úttekt á efnahagslífi landsins. Sjóðurinn er nokkuð bjartsýnn á framvindu næstu árin, hvað verðbólgu- og hagvaxtarþróun varðar. Hann á von á að verðbólga verði komin niður í 5,1% í lok þessa árs og 2,6% í lok næsta árs, en sjóðurinn gerir ekki ráð fyrir vaxtalækkun í ár. Hann spáir 1,2% hagvexti í ár og 2,4% á næsta ári.
  • Verðbólga í Bretlandi mældist 2,0% í júní og var óbreytt milli mánaða. Mælingin var aðeins hærri en greinendur áttu von á og styrktist sterlingspundið í kjölfarið. Það sem veldur mestum áhyggjum í mælingunni er að árshækkun þjónustu er enn nokkuð há, eða 5,7%. Þetta dregur úr líkunum á vaxtalækkun í ágúst.
  • Evrópski seðlabankinn ákvað að halda vöxtum á evrusvæðinu óbreyttum, sem var í samræmi við væntingar. Seðlabankastjóri vildi ekki útiloka vaxtalækkun í september, en sagði að sú ákvörðun myndi byggjast á þeim gögnum sem berast í millitíðinni. Evran veiktist miðað við Bandaríkjadal í kjölfar ákvörðunarinnar.
  • Landsbankinn, Icelandair (fjárfestakynning) og Sjóvá birtu uppgjör fyrir 2. ársfjórðung.
  • Lánamál ríkisins luku útboð á ríkisbréfum.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 22. júlí 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur