Vikan framundan
- Á mánudag birti HMS tölur um hlutdeildarlán fyrir mars.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar.
Mynd vikunnar
Samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins vill um 30% fyrirtækja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum. Tæplega eitt af hverjum tíu vill fækka starfsfólki. Staðan er misjöfn eftir atvinnugreinum en hlutfallslega vilja flest fyrirtæki fjölga starfsfólki í byggingarstarfsemi, þó hlutfallið hafi lækkað örlítið milli kannana. Mesta breyting milli kannana er hjá fyrirtækjum í fjármála- og tryggingastarfsemi, en tæplega 40% fyrirtækja í þeim geira vill fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, en í síðustu könnunum þar á undan hefur hlutfallið verið 16%-18%. Þessar niðurstöður benda til þess að spenna á vinnumarkaði kunni að hafa tekist að aukast á ný.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Á þriðjudag birti Hagstofa Íslands vísitölu neysluverðs í mars sem hækkaði um 0,8% milli mánaða. Verðbólga hækkaði úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Hækkandi húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins er í takt við umfjöllun sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti samhliða útgáfu febrúarmælingu nýrrar húsnæðisvísitölu. HMS rekur verðhækkunina til eftirspurnarþrýsting vegna íbúðakaupa Grindvíkinga. Við gerum ennþá ráð fyrir að verðbólga lækki næstu mánuði, en hægar en áður var talið vegna meiri hækkunar á íbúðaverði.
- Samhliða birtingu vísitölu neysluverðs í mars birti Hagstofan greinargerð um nýja aðferð við mælingu á reiknaðri húsaleigu. Aðferðin byggir á svokölluðum húsaleiguígildum og verður tekin í notkun í júní. Aðferðin verður fyrst notuð við mælingu á vísitölu neysluverðs sem verður birt 27. júní.
- Á miðvikudag uppfærði Seðlabanki Íslands Hagvísa.
- Amaroq birti ársuppgjör.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).