Vikan framundan
- Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu launa og niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni, (hvort tveggja fyrir febrúar).
Mynd vikunnar
Eiginfjárhlutfall íslensks sjávarútvegs nam rúmlega 40% í árslok 2016. Þetta er hæsta hlutfall sem mælst hefur frá því Hagstofan hóf að safna gögnum um rekstrartölur sjávarútvegsins árið 1997. Á árunum 1997 til 2007 var eiginfjárhlutfallið fremur stöðugt. Árið 2008 urðu hins vegar mikil umskipti vegna mikillar veikingar krónunnar og varð eiginfjárhlutfallið þá neikvætt. Þessi mikla breyting skýrist af því að íslenskur sjávarútvegur hefur lengi vel verið að mestu leyti fjármagnaður í erlendri mynt, enda eru tekjur greinarinnar að mestu leyti í erlendum myntum. Síðan 2008 hefur leiðin legið stöðugt upp á við.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum á miðvikudag, í samræmi við væntingar okkar.
- Samhliða kynningu á vaxtaákvörðuninni birti Seðlabankinn yfirlýsingu um sérstaka bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi.
- Kvika banki var skráður á First North markaðinn.
- Landsbréf birti ársreikning.
- Heildarvelta erlenda greiðslukorta hér á landi dróst saman milli ára í febrúar.
- Skráð atvinnuleysi var 2,4% í febrúar.
- Seðlabankinn birti uppfærðar tölur um beina fjárfestingu fyrir 2016.
- Hagstofan birti tölur um fjármál hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2017 og fyrir árið 2017 í heild.
- Hagstofan birti einnig tölur um fjölda launþega í janúar.
- Landsbankinn hélt útboð sértryggðra skuldabréfa, Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð, Orkuveita Reykjavíkur hélt skuldabréfaútboð og Arion banki hélt víxlaútboð.
- Arion banki gaf út skuldabréf í evrum.
- Garðabær birti ársreikning.