Vikan framundan
- Klukkan 9 birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í nóvember.
- Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan desembermælingu vísitölu neysluverðs. Við búumst við 0,4% hækkum milli mánaða.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn Hagvísa.
Mynd vikunnar
Nýbirt gögn úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands benda til þess að um 15% heimila töldu sig búa við þunga byrði húsnæðiskostnaðar í fyrra og hefur það hlutfall lækkað stöðugt frá 2011, þegar það mældist 32%. Upplifun fólks af stöðu mála á húsnæðismarkaði hefur því batnað talsvert. Á sama tíma benda útreikningar Hagstofunnar til þess að hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað sé nokkurn veginn óbreytt. Um 12% heimila verja 40% eða meiru af ráðstöfunartekjum í húsnæði og hefur það hlutfall haldist nær stöðugt síðustu ár.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum.
- TM lauk hlutabréfaútboði í tengslum við kaup félagsins á Lykli fjármögnun.
- Ferðamönnum um Leifsstöð fækkaði um 11,6% milli ára í nóvember.
- Vinnumálastofnun birti skráð atvinnuleysi í nóvember.
- Samkvæmt bráðabirgðatölum er íbúðafjárfesting mikil núna.
- Hlutfallslega færri Íslendingar telja sig búa við þunga byrði húsnæðiskostnaðar en áður.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Landsbankinn lauk útboði á sértryggðum skuldabréfum, Lykill fjármögnun lauk víxlaútboði og Arion banki lauk útboði víkjandi skuldabréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 16. desember 2019 (PDF)