Vikan framundan
- Í dag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í maí.
- Í vikunni lýkur verðmælingum vegna mælingar vísitölu neysluverðs í júní, en Hagstofan birtir hana miðvikudaginn 29. júní.
- Á miðvikudaginn birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og gefur út tölur um greiðslumiðlun.
- Á fimmtudaginn gefur Hagstofan út ferðaþjónustureikninga fyrir síðasta ár.
Mynd vikunnar
Brottfarir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli í maí voru um 65 þúsund talsins og hafa þær ekki mælst svo margar í maí frá því mælingar hófust. Ferðaáhugi landsmanna hefur því aukist verulega og raunar aldrei verið jafn mikill og nú miðað við árstíð. Þegar mest var, í maí 2018, mældust brottfarir Íslendinga tæplega 63 þúsund. Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 112 þúsund í nýliðnum maímánuði, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fimmta fjölmennasta maímánuð frá því mælingar hófust. Bandaríkjamenn hafa um árabil verið fjölmennastir þeirra sem fara af landi brott í maímánuði og hafa Bretar lengst af verið í öðru eða þriðja sæti.
Efnahagsmál
- Ferðamálastofa birti talningu á fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í maí.
- Farþegahópurinn hjá PLAY var helmingi stærri í maí en í apríl og viðbótin nam nærri þriðjungi hjá Icelandair.
- Seðlabankinn birti raungengi íslensku krónunnar sem hækkaði um 1,3% miðað við mánuðinn á undan. Auk vísitölu raungengis birti Seðlabankinn talnaefni um fjármálareikninga fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóði, efnahag Seðlabankans, gjaldeyris- og krónumarkaði.
- Vísitala neysluverðs í Bandaríkjunum hækkaði um 1 prósentustig á milli mánaða í maí en 12 mánaða verðbólga mælist nú 8,6% og hefur ekki mælst hærri síðan 1981.
- Seðlabanki Evrópu greindi frá ákvörðun um að hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig.
Fjármálamarkaðir
- Lánamál ríkisins birtu markaðsupplýsingar.
- Hlutafjárútboði Nova Klúbbsins hf. lauk í lok síðustu viku.
- Íslandsbanki lauk útboði á sértryggðum skuldabréfum.