Vikan framundan
- Í dag birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í júlí.
- Á miðvikudag birta Amaroq og Kvika banki uppgjör. Verðbólgutölur verða birtar í Bretland og Bandaríkjunum.
- Á fimmtudag birta Alvotech, Eik og SKEL uppgjör.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila og tölur um greiðslumiðlun.
- Í vikunni fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs.
Mynd vikunnar
Flestallir hagvísar ferðaþjónustunnar benda til þess að eftir nokkuð hraðan vöxt undanfarin ár sé komið að kaflaskilum. Brottfarir erlendra ferðamanna um Leifsstöð voru um 0,9% fleiri á fyrstu 7 mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra, virðisaukaskattskyld velta í einkennandi greinum ferðaþjónustu var 3,6% meiri að raunvirði á fyrstu fjórum mánuðum ársins en í fyrra, erlend kortavelta var 12% minni að raunvirði á fyrstu 6 mánuðum ársins og gistinætur útlendinga á öllum tegundum skráðra gististaða voru 4,1% færri en í fyrra á fyrstu 6 mánuðum ársins. Fyrstu mánuðir ársins komu betur út en sumarmánuðirnir. Ágúst er alla jafna stærsti mánuðurinn í íslenskri ferðaþjónustu og því verður spennandi að sjá hvernig hann kemur út.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Um 277 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í júlí, 0,5% fleiri en í júlí í fyrra. Júlí kemur því töluvert betur út en júní, en þá fækkaði ferðamönnum um 9% á milli ára. Það sem af er ári eru erlendir ferðamenn sem heimsækja Ísland um 0,9% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Brottfarir Íslendinga voru rúmlega 11% færri en í júlí í fyrra, eða 63 þúsund. Það sem af er ári hafa Íslendingar ferðast jafn mikið til útlanda og í fyrra.
- Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 34 milljarða króna í júlí. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var hallinn 223 milljarðar króna, sem er um 5% meiri halli en á sama tímabili í fyrra.
- Icelandair og Play birtu flutningstölur.
- Nasdaq Iceland samþykkti að taka hlutabréf Play til viðskipta á Aðalmarkaði.
- Lánasjóður sveitarfélaga og Lánamál ríkisins héldu skuldabréfaútboð. Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).