Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Vikan framundan
- Í dag birtir Ferðamálastofa brottfarir frá Keflavíkurflugvelli og Reitir birta uppgjör.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn niðurstöður út væntingakönnun markaðsaðila og Alvotech birtir uppgjör.
- Á fimmtudag birta Sýn og Amaroq uppgjör.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn tölur um veltu greiðslukorta í október.
- Í vikunni fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana fimmtudaginn 28. nóvember.
Mynd vikunnar
Einstaklingar sem fluttu til Íslands á síðasta ári voru 6.790 fleiri en þeir sem fluttu frá Íslandi og var nettó aðflutningur örlítið minni en árið áður. Flestir sem fluttu til landsins settust að á höfuðborgarsvæðinu, en flutningsjöfnuður var jákvæður í öllum landshlutum. Þegar horft er til flutninga á milli landshluta innanlands sést að þó nokkuð fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum heldur en settust þar að. Svipaða þróun má sjá á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi. Það voru þó fleiri sem settust að á Suður- og Vesturlandi og Norðurlandi eystra heldur en fluttu þaðan. Flestir sem flytja á milli landshluta innanlands virðast því setjast að á Suðurlandi og íbúum í Árborg, Ölfusi og Hveragerðisbæ hefur fjölgað um 9% á síðustu tveimur árum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Skráð atvinnuleysi var 3,4% í október og jókst úr 3,2% í september. Atvinnuleysi er nú 0,2 prósentustigum meira en á sama tíma í fyrra og hefur verið á bilinu 0,2 til 0,4 prósentustigum meira en fyrir ári síðan, samfellt síðan í febrúar.
- Hagstofan birti þjóðhagsspá. Rétt eins og við gerir Hagstofan ráð fyrir að hagkerfið standi í stað á milli ára í ár en síðan tekur við rétt yfir 2% hagvöxtur næstu þrjú ár.
- Samkvæmt bráðabirgðatölum var tæplega 50 ma.kr. halli á vöruviðskiptum við útlönd í október. Hallinn jókst lítillega á milli ára, en þrátt fyrir það hægir verulega á vexti vöruskiptahallans.
- Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuð vexti um 0,25 prósentustig. Allir tólf nefndarmenn peningastefnunefndar Seðlabanka Bandaríkjanna studdu ákvörðunina. Sjö af átta nefndarmönnum peningastefnunefndar Englandsbanka studdu tillögu um 0,25 prósentustiga lækkun, en einn nefndarmaður greiddi atkvæði með óbreyttum vöxtum.
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnti breytingatillögur við fjáralagfrumvarp næsta árs þar sem gert er ráð fyrir því að hallinn verði 1,2% af VLF í stað 0,8%, miðað við heildarjöfnuð.
- Eimskip, Heimar, Kvika banki og Oculis birtu uppgjör.
- Icelandair og Play birtu flutningstölur.
- Garðabær hélt útboð á skuldabréfum, Ölgerðin hélt víxlaútboð, Landsbankinn hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum ásamt skiptiútboði, Íslandsbanki hélt útboð á grænum skuldabréfum, Lánamál ríkisins hélt útboð ríkisbréfa og Útgerðafélag Reykjavíkur hélt skuldabréfaútboð.
- Í síðustu viku birtum við hagsjár um íbúðabyggingu, ferðaþjónustu á 3. ársfjórðungi, sértryggð skuldabréf, stöðuna á vinnumarkaði og vöruviðskipti við útlönd.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.
Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).