Vikan framundan
- Á þriðjudag verður birt verðbólgumæling fyrir evrusvæðið.
- Á föstudag birtir Hagstofan tölur um starfandi samkvæmt skrám og tölur um staðgreiðsluskyldar greiðslur.
Mynd vikunnar
Verðbólga lækkaði úr 6,2% í 5,8%í júní samkvæmt mælingu Hagstofunnar, eins og við spáðum. Það vakti athygli okkar að verð á fötum og skóm lækkaði um 0,9% á milli mánaða í júní sem er mjög óvenjulegt í júnímánuði, enda spáðum við 1,0% hækkun. Þetta gæti verið til marks um minni eftirspurn eftir fötum og skóm sem birtist ef til vill í sérstökum tilboðum og útsölum utan hefðbundins útsölutíma. Alla jafna lækkar verð á fötum og skóm í júlí, þegar sumarútsölur standa yfir. Þær hafa mögulega hafist fyrr að þessu sinni.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Hagstofan birti maímælingu launavísitölunnar sem sýndi 0,2% hækkun á milli mánaða. Laun hafa nú hækkað um 6,7% frá sama tíma í fyrra. Allar líkur eru á því að laun hækki minna á þessu ári en því síðasta vegna minni hækkana í nýjum kjarasamingum en þeim síðustu.
- Hagstofan birti einnig tölur um veltu samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum fyrir mars og apríl. Nær stöðugur samdráttur hefur mælst í veltu virðisaukaskattsskyldrar atvinnustarfsemi hér á landi allt síðastliðið ár sé miðað við veltu ársins á undan. Þetta bendir til þess að atvinnulífið hafi hægt verulega á sér.
- Útgáfa ríkisbréfa verður aukin um 30 ma.kr. frá fyrri áætlun.
- Seðlabanki Íslands birti Hagvísa.
- Ríkissjóður Íslands gaf út kynjað skuldabréf.
- Hagar og Ölgerðin birtu uppgjör.
- JBT lagði fram valfrjálst yfirtökutilboð og stjórn Marel mælir með samþykkt þess í greinargerð.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).