1. febrúar 2021 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Íslands. Við spáum óbreyttum vöxtum. Samhliða vaxtaákvörðuninni birtir SÍ febrúarhefti Peningamála með uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá. Marel birtir uppgjör þennan dag.
- Á fimmtudag birtir Skeljungur ársuppgjör.
Mynd vikunnar
Samkvæmt síðustu væntingakönnun Seðlabanka Íslands meðal markaðsaðila, sem fór fram 18.-20. Janúar, telja um 4 af 10 sem tóku þátt að taumhald peningastefnunnar sé of þétt núna, þ.e. að vextir séu of háir miðað við núverandi efnahagsástand. Þetta er aðeins hærra hlutfall en í könnuninni í nóvember þegar 3 af hverjum 10 voru á þeirri skoðun, en peningastefnunefnd lækkaði vexti bankans um 0,25 prósentustig á fundi nefndarinnar tveimur vikum eftir að sú könnun fór fram.
Það helsta frá síðustu viku
- Verðbólga mældist 4,3% í janúar.
- Ríkissjóður gaf út skuldabréf í evrum.
- Fjármála- og efnahagsráðherra ákvað að hefja sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.
- Seðlabankinn birti niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila.
- Loðnuveiðar hefjast á ný eftir tveggja ára hlé.
- Kaupmáttur launa jókst um 3,4% milli ára í fyrra.
- Origo birti ársuppgjör, Kvika banki birti rekstraráætlun fyrir 2021 og VÍS birti afkomuspá fyrir 2021.
- Síðustu 12 mánuði hafa laun á opinbera markaðnum hækkað meira en á þeim almenna.
- Hagstofan birti tölur um vinnumarkaðinn og gistinætur í desember.
- Hagstofan birti einnig tilraunartölfræði um sölu á eldsneyti, gjaldþrot og virkni fyrirtækja og andlát eftir vikum.
- Þjóðskrá birti samantekt um fasteignamarkaðinn 2020.
- HMS birti skýrslu um stöðu og þróun húsnæðismála 2021.
- Landsbankinn gaf út skuldabréf í SEK, Reykjavíkurborg lauk skuldabréfaútboði og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

14. apríl 2025
Í síðustu viku birtum við hagspá til næstu ára þar sem við spáum 1,4% hagvexti í ár og um 2% hagvexti næstu árin. Ferðamönnum fækkaði um 13,8% milli ára í mars. Skráð atvinnuleysi í mars var 0,4 prósentustigum hærra en í mars í fyrra. Þau tíðindi bárust einnig að skuldabréfaeigendur ÍL-sjóðs hefðu samþykkt að breyta skilmálum bréfanna sem heimilar útgefanda að gera upp bréfin. Í þessari viku birtir svo HMS vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs.

10. apríl 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.

9. apríl 2025
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.

7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.

1. apríl 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

31. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,2% í 3,8% í mars. Lækkun á verðbólgu skýrist að langstærstum hluta af því að reiknuð húsaleiga hækkaði minna en í sama mánuði í fyrra. Undirliggjandi verðbólga hjaðnaði líka sem sést á því að VNV án húsnæðis og allar kjarnavísitölur lækkuðu á milli mánaða. Fjármálastöðugleikanefnd telur fjármálakerfið standa traustum fótum en segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins.

27. mars 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.

24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.

17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.

13. mars 2025
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.