Vikan framundan
- Á miðvikudag er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Íslands. Við spáum óbreyttum vöxtum. Samhliða vaxtaákvörðuninni birtir SÍ febrúarhefti Peningamála með uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá. Marel birtir uppgjör þennan dag.
- Á fimmtudag birtir Skeljungur ársuppgjör.
Mynd vikunnar
Samkvæmt síðustu væntingakönnun Seðlabanka Íslands meðal markaðsaðila, sem fór fram 18.-20. Janúar, telja um 4 af 10 sem tóku þátt að taumhald peningastefnunnar sé of þétt núna, þ.e. að vextir séu of háir miðað við núverandi efnahagsástand. Þetta er aðeins hærra hlutfall en í könnuninni í nóvember þegar 3 af hverjum 10 voru á þeirri skoðun, en peningastefnunefnd lækkaði vexti bankans um 0,25 prósentustig á fundi nefndarinnar tveimur vikum eftir að sú könnun fór fram.
Það helsta frá síðustu viku
- Verðbólga mældist 4,3% í janúar.
- Ríkissjóður gaf út skuldabréf í evrum.
- Fjármála- og efnahagsráðherra ákvað að hefja sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.
- Seðlabankinn birti niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila.
- Loðnuveiðar hefjast á ný eftir tveggja ára hlé.
- Kaupmáttur launa jókst um 3,4% milli ára í fyrra.
- Origo birti ársuppgjör, Kvika banki birti rekstraráætlun fyrir 2021 og VÍS birti afkomuspá fyrir 2021.
- Síðustu 12 mánuði hafa laun á opinbera markaðnum hækkað meira en á þeim almenna.
- Hagstofan birti tölur um vinnumarkaðinn og gistinætur í desember.
- Hagstofan birti einnig tilraunartölfræði um sölu á eldsneyti, gjaldþrot og virkni fyrirtækja og andlát eftir vikum.
- Þjóðskrá birti samantekt um fasteignamarkaðinn 2020.
- HMS birti skýrslu um stöðu og þróun húsnæðismála 2021.
- Landsbankinn gaf út skuldabréf í SEK, Reykjavíkurborg lauk skuldabréfaútboði og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.