1. apríl 2019
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna síðustu vaxtaákvörðunar.
- Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa tölur um fjöldi ferðamanna um Leifsstöð í mars. Seðlabankinn birtir fyrri fjármálastöðugleikaskýrslu ársins. Landsbankinn heldur aðalfund.
Mynd vikunnar
Flugfargjöld til útlanda, eins og Hagstofan mælir þau í vísitölu neysluverðs, hafa lækkað mikið síðan 2014. Framan af lækkaði þotueldsneyti samhliða lækkun flugfargjalda. Frá 2016 hefur verð á þotueldsneyti hins vegar hækkað verulega á sama tíma og verð á flugmiðum hélt áfram að lækka.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Flugfélagið Wow air hætti starfsemi
- Verðbólgan mældist 2,9% í mars.
- Ríkisstjórnin tilkynnti ákvörðun um að skipta Íbúðalánasjóði upp.
- Seðlabankinn hélt ársfund og birti ársskýrslu(https://www.sedlabanki.is/library/Skraarsafn/Arsskyrsla/%C3%81rssk%C3%BDrsla 2018.pdf). Ræður formanns bankaráðs og seðlabankastjóra eru aðgengilegar á vef bankans.
- Seðlabankinn birti ársfjórðungslegt rit sitt, Hagvísar.
- Hagstofan birti:
- Skeljungur, Eimskip og HB Grandi héldu aðalfundi.
- Almenna leigufélagið og Íbúðalánasjóður birti ársreikning.
- Akureyrarbær, Hafnarfjarðarbær og Mosfellsbær birtu ársreikninga.
- Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun fyrir 2. ársfjórðung.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
13. jan. 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
9. jan. 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
19. des. 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
17. des. 2024
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra.
16. des. 2024
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
16. des. 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
12. des. 2024
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
9. des. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.