Vísitala neysluverðs (VNV) lækkaði um 0,06% milli mánaða í janúar og mælist verðbólga nú 4,3% samanborið við 3,6% í desember. VNV án húsnæðis lækkaði um 0,24% milli mánaða og mælist verðbólga án húsnæðis 4,7%. Þetta var mun minni lækkun milli mánaða en almennt var búist við, en opinberar spár lágu á bilinu -0,12% til -0,42%. Við höfðum spáð -0,42%. Verðbólga hefur ekki mælst hærri síðan í ágúst 2013. Við eigum von á að verðbólga hafi náð hámarki núna í janúar og framundan sé hjöðnun hennar og að verðbólgumarkmiði verði náð á seinni árshelmingi þessa árs.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Verstu janúarútsölur síðan 2002 – verðbólga 4,3% í janúar