Sterk­ur vinnu­mark­að­ur hér á landi eins og víða á Vest­ur­lönd­um

Atvinnuleysi karla og kvenna minnkaði jafn mikið, um 0,3 prósentustig milli febrúar og mars. Atvinnuleysi karla í mars var 5,0% og 4,7% meðal kvenna. Atvinnuleysi meðal kvenna var meira en karla fram eftir árinu 2021, en í nóvember varð það meira hjá körlum og hefur munurinn aukist lítillega síðan. Munurinn á atvinnuleysi karla og kvenna er mestur á Suðurnesjum, en þar er atvinnuleysið 1,2 prósentustigum hærra meðal karla. Á Norðurlandi vestra er atvinnuleysi karla 1,1 prósentustigum meira en kvenna.
Þjóðvegur
25. apríl 2022 - Hagfræðideild

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í mars 4,9% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði. Alls voru 9.608 á atvinnuleysisskrá í lok mars, 5.416 karlar og 4.192 konur. Skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það var 11,6% og hefur því minnkað um 6,7 prósentustig.

Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni verða eilítið minna í aprílmánuði, í kringum 4,5%. Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi verið svipað og í upphafi ársins 2020, áður en faraldurinn skall á.

Atvinnuleysi minnkaði mest um 0,6 prósentustig milli mánaða á Vesturlandi og á Suðurnesjum. Atvinnuleysi er áfram langmest á Suðurnesjum. Það hefur nú verið undir 10% á Suðurnesjum í átta mánuði, en fór hæst í 24,5% í mars 2021. Atvinnuleysi kvenna á Suðurnesjum fór í fyrsta skipti niður fyrir 10% í febrúar en hæst fór það í 28,5% í mars 2021.

Atvinnuleysi karla og kvenna minnkaði jafn mikið, um 0,3 prósentustig milli febrúar og mars. Atvinnuleysi karla í mars var 5,0% og 4,7% meðal kvenna. Atvinnuleysi meðal kvenna var meira en karla fram eftir árinu 2021, en í nóvember varð það meira hjá körlum og hefur munurinn aukist lítillega síðan.

Munurinn á atvinnuleysi karla og kvenna er mestur á Suðurnesjum, en þar er atvinnuleysið 1,2 prósentustigum hærra meðal karla. Á Norðurlandi vestra er atvinnuleysi karla 1,1 prósentustigum meira en kvenna.

Fjöldi nýrra auglýstra starfa hjá Vinnumálastofnun jókst nokkuð í mars eftir að hafa verið nokkuð stöðugur síðustu mánuði, á bilinu 4-500. Staðan í mars er því álíka og í september í fyrra þegar átaki í atvinnumálum var að ljúka, en töluvert meira en var í upphafi ársins 2021.

Enn sem komið er flokkast stór hluti þessara starfa sem átaks- og reynsluverkefni. Þannig hafa um þrír fjórðu hlutar nýrra auglýstra starfa verið átaks- og reynsluverkefni fyrstu tvo mánuði ársins 2022. Hæst fór þetta hlutfall í næstum 100% í apríl og maí 2021, en hefur farið lækkandi, reyndar með nokkrum sveiflum.

Atvinnuleysi hefur nú verið svipað í sex mánuði og lítið eitt meira en var í upphafi ársins 2020, áður en faraldurinn skall á. Góður árangur í baráttunni við atvinnuleysið hefur ekki hvað síst náðst með mikilli notkun ráðningarstyrkja. Ráðningarsambönd á grundvelli þessara styrkja hafa haldið nokkuð vel eins og reynsla fyrri ára hefur sýnt.

Baráttan gegn atvinnuleysinu hefur því gengið vel  hér eins og víða á Vesturlöndum. Reynslan segir að uppgangur atvinnulífs sem orsakast af kreppum vegna stríðsátaka, náttúruhamfara og faraldra er jafnan mun hraðari en t.d. í fjármálakreppum. Seinni heimstyrjöldin er dæmi um þetta, en í eftir hana var uppgangurinn tiltölulega hraður.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Sterkur vinnumarkaður hér á landi eins og víða á Vesturlöndum

Þú gætir einnig haft áhuga á
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Vikubyrjun 12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.
Flugvöllur, Leifsstöð
6. ágúst 2024
Vikubyrjun 6. ágúst 2024
Gistinóttum erlendra ferðamanna í öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði um 1,4% á milli ára í júní. Það er nokkuð minni samdráttur en mældist í fjölda erlendra ferðamanna og erlendri kortaveltu.
1. ágúst 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. ágúst 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fataverslun
29. júlí 2024
Vikubyrjun 29. júlí 2024
Verðbólga mældist umfram væntingar í júlí og fór úr 5,8% í 6,3%, samkvæmt vísitölu neysluverðs sem Hagstofan birti í síðustu viku. Launavísitala fyrir júnímánuð var einnig birt í síðustu viku og hækkaði um 0,5% milli mánaða. Kaupmáttur launa er nokkurn veginn sá sami og á sama tíma í fyrra.
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur