Spáum 8,7% verðbólgu í júní
Fjórir undirliðir skipta mestu máli núna - matarkarfan, reiknuð húsaleiga, eldsneyti og flugfargjöld til útlanda. Við teljum að samtals verði áhrif þessara fjögurra liða um 1,0% til hækkunar og skýra liðirnir um 80% af hækkun verðlags milli mánaða, en þessir fjórir liðir eru 40% af vísitölunni. Þetta er mun meiri hækkun en við gerðum ráð fyrir þegar við birtum síðast spá í maí, en þá áttum við von á að vísitalan myndi hækka um 0,8% milli mánaða í júní. Skýrist það aðallega af því að bensín hefur hækkað miklu meira en við áttum von á.
Spá okkar til næstu mánaða gerir nú ráð fyrir 0,4% hækkun í júlí, 0,7% hækkun í ágúst og 0,1% hækkun í september. Gangi þetta eftir mun verðbólgan fara hæst í 9,1% í ágúst áður en hún lækkar í 8,7% í september.