Spá­um 8,0% verð­bólgu í nóv­em­ber

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,37% milli mánaða í nóvember og að ársverðbólga aukist úr 7,9% í 8,0%. Þeir liðir sem vega þyngst til hækkunar á vísitölunni eru reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykkjarvöru, en flugfargjöld til útlanda vega þyngst til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga aukist svo lítillega í desember, í 8,1%, en hjaðni eftir áramót og verði 7,3% í janúar og 6,7% í febrúar.
Íbúðahús
16. nóvember 2023

Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,37% milli mánaða í nóvember. Gangi spáin eftir eykst verðbólga úr 7,9% og í 8,0%. Reiknuð húsaleiga, þ.e. kostnaður við að búa í eigin húsnæði, hækkar um 1,3% samkvæmt spánni og vegur mest til hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verð á mat og drykkjarvörum hækkar einnig en verð á bensíni og flugfargjöldum til útlanda lækkar á milli mánaða.

Spáum því að reiknuð húsaleiga hækki

Síðustu tvo mánuði hefur vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis hækkað og var hækkunin í síðasta mánuði um 1,5% sem er nokkuð rífleg hækkun á flesta mælikvarða. Nokkrar ástæður geta verið fyrir hækkunum. Kaupsamningum hefur fækkað og þannig geta sveiflur í vísitölumælingum aukist. Eins og við höfum fjallað um teljum við að nýleg fjölgun hlutdeildarlána hafi mögulega haft áhrif til hækkunar á íbúðaverðsvísitölum. Hlutdeildarlánin ýta undir sölu á nýjum íbúðum, sem eru að jafnaði dýrari en eldri íbúðir af sömu stærð. Á næstu mánuðum ætti þó að koma betur í ljós hvort og hversu mikil áhrif úrræðið hefur á vísitölu íbúðaverðs.

Við gerum nú ráð fyrir að vísitala markaðsverðs íbúðarhúsnæðis, eins og Hagstofan reiknar hana, hækki um 0,6% milli mánaða. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum voru hækkaðir hjá mörgum lánveitendum íbúðalána fyrr í mánuðinum og við gerum ráð fyrir að áhrif vaxtahlutans hækki og verði 0,7% í nóvember.

Matarkarfan hækkar í verði

Við spáum því að verð á mat og drykkjarvörum hækki um 0,8% milli mánaða í nóvember. Við teljum að áhrif á verð mjólkurafurða eftir ákvörðun verðlagsnefndar búvara um hækkun á heildsöluverði á mjólk hafi ekki komið að fullu fram í síðustu vísitölumælingu þar sem hún tók gildi í verðkönnunarvikunni í október og muni skýra hluta þeirrar hækkunar sem við spáum í nóvember.

Flugfargjöld til útlanda lækka og bensínverð líka

Við gerum ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda lækki um 8,9% í nóvember, en flugfargjöld lækka alla jafna í nóvember áður en þau hækka svo aftur í desember. Samkvæmt verðathugun okkar kostar bensínlítrinn að meðaltali 315,6 krónur og lækkaði úr 318,4 krónum frá fyrri mánuði. Verð á díselolíu kostar að meðaltali 320,4 krónur nú og hækkaði úr 316,1 krónu frá fyrri mánuði. Samanlagt teljum við að lækkunin verði 0,4% á milli mánaða í nóvember.

Spá um nóvembermælingu VNV

       
Undirliður Vægi í VNV Breyting (spá) Áhrif (spá)
Matur og drykkjarvara 15,0% 0,8% 0,12%
Áfengi og tóbak 2,4% 0,0% 0,00%
Föt og skór 3,9% 0,6% 0,02%
Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu 9,7% 0,3% 0,03%
- Reiknuð húsaleiga 19,2% 1,3% 0,25%
Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 6,3% 0,5% 0,03%
Heilsa 3,7% 0,3% 0,01%
Ferðir og flutningar (annað) 3,8% 0,5% 0,02%
- Kaup ökutækja 6,1% 0,7% 0,04%
- Bensín og díselolía 3,0% -0,4% -0,01%
- Flugfargjöld til útlanda 1,8% -8,9% -0,16%
Póstur og sími 1,6% -0,3% -0,01%
Tómstundir og menning 10,0% 0,2% 0,02%
Menntun 1,0% -0,1% 0,00%
Hótel og veitingastaðir 5,3% 0,1% 0,01%
Aðrar vörur og þjónusta 7,2% 0,2% 0,01%
Alls 100,0%   0,37%

Gerum ráð fyrir að verðbólga hækki lítillega út árið en lækki eftir áramót

Við gerum ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,37% í nóvember, 0,8% í desember, 0,02% í janúar á næsta ári og 0,89% í febrúar. Gangi spá okkar eftir verður verðbólga 8,0% í nóvember og 8,1% í desember. Eftir áramót lækkar verðbólga og verður 7,3% í janúar og 6,7% í febrúar. Mánaðarbreytingar á vísitölu neysluverðs voru töluverðar í janúar og febrúar í ár. Þessar mælingar detta út úr ársverðbólgunni í janúar og febrúar á næsta ári og er það ekki síst þess vegna sem við spáum hraðri hjöðnun verðbólgu í byrjun árs.

Síðustu mánuði hefur skammtímaspáin okkar hækkað í hvert sinn sem við gefum út nýja spá. Það sem helst skýrir þetta er að við höfum vanspáð íbúðaverði síðustu mánuði. Við teljum nú að íbúðaverð hækki lítillega næstu mánuði, en í síðustu spá töldum við að litlar breytingar yrðu á húsnæðisverði næstu mánuði. Nýlegar hækkanir á vöxtum verðtryggðra lána ýta spánni einnig upp. Í janúar gerum við ráð fyrir hækkun á verði nýrraökutækja vegna breytinga á stuðningi ríkisins við kaup á rafmagnsbílum. Einnig tekur Hagstofan inn hækkun á lóðamati í reiknaða húsaleigu í janúar sem ýtir spánni upp. Þá hefur nýleg veiking á gengi krónunnar einnig nokkur áhrif á spána næstu mánuði.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur