Sam­drátt­ur ann­an árs­fjórð­ung­inn í röð

Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Bílar
30. ágúst 2024

Samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar dróst landsframleiðsla saman um 0,3% á öðrum ársfjórðungi. Með þessari útgáfu þjóðhagsreikninga uppfærði Hagstofan fyrra mat um 4,1% samdrátt á fyrsta ársfjórðungi í 3,5% samdrátt. Alls dróst hagkerfið því saman um 1,9% að raunvirði á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagstofan uppfærði einnig hagvaxtartölur fyrir árið 2023 og er nú talið að hagvöxtur hafi verið 5,0%, en ekki 4,1% eins og áður var talið.

Helstu undirliðir

  • Einkaneysla dróst saman um 0,9% (0,4% til lækkunar á hagvexti).
  • Samneysla jókst um 2,7% (0,7% til hækkunar á hagvexti).
  • Fjármunamyndun jókst um 4,6% (1,1% til hækkunar á hagvexti) sem skýrist að langmestu leyti af aukinni atvinnuvegafjárfestingu.
  • Útflutningur dróst saman um 2,2% (1,1% til lækkunar á hagvexti) vegna samdráttar í þjónustuútflutningi.
  • Innflutningur jókst um 2,4% (1,3% til lækkunar á hagvexti) sem skýrist að langmestu leyti af auknum vöruinnflutningi.
  • Birgðir drógust saman um 12,8 ma.kr. (0,6% til hækkunar á hagvexti).

Birgðir drógust minna saman á öðrum ársfjórðungi í ár en á sama ársfjórðungi í fyrra og þess vegna eru birgðabreytingar til hækkunar á hagvexti nú. Í fyrra mynduðust miklar birgðir af loðnu á fyrsta ársfjórðungi sem voru fluttar út á næstu þremur ársfjórðungum. Í ár var aftur á móti engin loðna veidd og því minni breyting á birgðum.

Einkaneysla minni en á sama tíma í fyrra

Einkaneysla í heild dróst saman um 0,9% á milli ára á öðrum ársfjórðungi, eftir að hafa aukist um aðeins 0,2% fjórðunginn á undan. Rétt eins og á fyrsta ársfjórðungi er mest áberandi samdráttur í kaupum á varanlegum neysluvörum eins og bílum en einnig virðast kaup á þjónustu hafa minnkað á milli ára. Þvert á það sem kortaveltutölur gáfu til kynna hefur neysla Íslendinga erlendis dregist saman um 3% á milli ára að raunvirði en innlend neysla jókst lítillega. Allt árið í fyrra jókst einkaneysla um aðeins 0,5% og þá hafði hægt verulega á vextinum frá því árið 2022, þegar einkaneysla jókst um 8,3%.

Til þess að áætla lífskjör er hjálplegra að skoða einkaneyslu á mann heldur en einkaneyslu í heild, þar sem hún breytist ekki bara eftir neyslu hvers og eins heldur einnig þróun fólksfjölda. Hagstofan hefur ekki birt gögn yfir þróun mannfjölda á þessu ári en líklega hefur hægt þó nokkuð á þeirri hröðu fólksfjölgun sem varð eftir að faraldrinum linnti (2,8% árið 2022 og 2,3% árið 2023) enda hefur dregið lítillega úr spennu á vinnumarkaði. Þó má ætla að áfram fjölgi landsmönnum smám saman og því dragist einkaneysla á mann meira saman en heildareinkaneyslan.

Fjárfesting færist enn í aukana 

Fjármunamyndun var 4,6% meiri að raunvirði á öðrum ársfjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Aukningin skýrist að langmestu leyti af aukinni atvinnuvegafjárfestingu sem var 7,1% meiri en í fyrra. Ýmislegt getur haft áhrif þar á og helst ber líklega að nefna umfangsmikla fjárfestingu í landeldi og virkjanaframkvæmdir.

Af þjóðhagsreikningum má ætla að aukinn kraftur hafi færst í íbúðauppbyggingu á landinu. Íbúðafjárfesting hefur nú aukist þrjá ársfjórðunga í röð eftir nær samfelldan samdrátt allt frá árinu 2021. Íbúðafjárfesting jókst um 10,3% á fyrsta fjórðungi þessa árs og 3,4% á öðrum ársfjórðungi. Íbúðafjárfesting á sér stað á öllum stigum uppbyggingar og því erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær fjárfestingin birtist í íbúðafjölda.

Opinber fjárfesting hefur dregist saman á milli ára síðustu tvo fjórðunga, um 4,3% á öðrum fjórðungi. Samdrátturinn kemur eftir þó nokkra aukningu undir lok síðasta árs, um 8% á fjórða fjórðungi. Í umfjöllun Hagstofunnar segir að samdráttinn megi að mestu rekja til minnkandi fjárfestingar sveitarfélaga.

Vöruútflutningur eykst en þjónustuútflutningur dregst töluvert saman

Framlag utanríkisviðskipta var neikvætt um 2,4 prósentustig á öðrum fjórðungi ársins. Það skýrist af minni útflutningi og meiri innflutningi en á sama tíma í fyrra. Þróunin er ólík eftir tegundum útflutnings. Vöruútflutningur jókst um 5,7% á öðrum fjórðungi, en á sama tíma var 10% samdráttur í útfluttri þjónustu. Útflutningur á áli og álafurðum hefur dregist töluvert saman fyrstu mánuði ársins og á öðrum fjórðungi fækkaði útfluttum tonnum um tæplega 9% á milli ára. Þar hefur skerðing á raforku á fyrri hluta árs líklega haft töluverð áhrif. Útflutningur á sjávarafurðum dróst örlítið saman á föstu gengi en á móti hefur útflutningur aukist í ýmsum öðrum vöruflokkum, aðallega skipum, en einnig eldisfiski og lyfjum og lækningavörum.

Samdrátt í útfluttri þjónustu má að langmestu leyti rekja til samdráttar í ferðaþjónustu. Uppfærðar kortaveltutölur Seðlabankans sýna nú að kortavelta ferðamanna hér á landi minnkaði ekki á milli ára eins og áður var talið. Þó mældist samdráttur í farþegaflugi og ferðalögum á fjórðungnum. Það sem af er ári hefur ferðaþjónusta dregist saman um 4,2% í samanburði við sama tíma í fyrra.

Innflutningur jókst um tæp 3% á öðrum ársfjórðungi sem skýrist bæði af auknum vöru- og þjónustuinnflutningi. Vöruinnflutningur jókst um 4,2% á fjórðungnum eftir að hafa dregist lítillega saman á milli ára á fyrsta fjórðungi ársins, þar sem innflutningur á fjárfestingavörum hefur mest áhrif. Þjónustuinnflutningur jókst aftur á móti aðeins lítillega, eða um tæplega hálft prósent. Þá mælist samdráttur í ferðalögum Íslendinga erlendis, en mikil aukning í innfluttri fjármálaþjónustu annan ársfjórðunginn í röð.

Meiri umsvif en áður var talið

Eins og venjulega þegar Hagstofan birtir tölur um annan ársfjórðung eru einnig birtar uppfærðar niðurstöður þjóðhagsreikninga síðustu þriggja ára. Samkvæmt uppfærðum tölum var hagvöxtur í fyrra 5,0% en ekki 4,1%, eins og fyrstu niðurstöður gáfu til kynna.

Í stað samdráttar í fjármunamyndun í fyrra gerir Hagstofan nú ráð fyrir aukningu, en tölur um atvinnuvegafjárfestingu eru oft vanmetnar í fyrstu tölum vegna þess að fyrirtæki hafa ekki enn skilað inn ársreikningum. Hagstofan gerir einnig ráð fyrir að útflutningur hafi verið meiri en áður var talið, sem skýrist meðal annars af betri gögnum um kortaveltu.

Ekki er augljóst hvaða þýðingu þessi nýjustu gögn gætu haft fyrir næstu stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Landsframleiðsla hefur nú dregist saman tvo fjórðunga í röð og eru það skýr merki þess að hægt hafi á umsvifum í hagkerfinu. Á sama tíma sýnir uppfærsla á þjóðhagsreikningum aftur í tímann að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og samdrátturinn á fyrsta fjórðungi minni.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur