Op­in­ber fjár­fest­ing síð­ustu ára – átak eða í með­al­lagi?

Fjárfestingarátaki hins opinbera var ætlað að koma inn á meðan fjárfestingar atvinnuveganna væru í lægð vegna kreppueinkenna í hagkerfinu, bæði 2019 í kjölfar gjaldþrots WOW air og svo vegna Covid-19 faraldursins. Tölur Hagstofunnar sýna að opinbert fjárfestingarátak náði aldrei að koma í stað fjárfestingar atvinnuveganna þegar hún fór minnkandi. Breytingar á fjárfestingum atvinnuveganna og fjárfestingum hins opinbera hafa fylgst nokkuð vel að frá árinu 2019. Og nú þegar farið er að birta yfir efnahagslífinu aukast opinberar fjárfestingar hins opinbera á sama tíma og í atvinnulífinu.
Ferðafólk
9. desember 2021 - Greiningardeild

Í heild er áætlað að fjármunamyndun alls hafi aukist um 13,3% að raungildi á fyrstu þremur ársfjórðungum 2021 borið saman við sama tímabil fyrra árs. Þar af jókst fjárfesting atvinnuvega um 24,4% og fjármunamyndun hins opinbera um 9,9%.

Meðalhlutfall opinberrar fjárfestingar af VLF á árunum 1998-2020 var 3,9%. Tölur Hagstofunnar, sem yfirleitt eru notaðar í þessu samband, ná aftur til 1995. Meðalhlutfall opinberrar fjárfestingar af VLF á tímabilinu 1995-2020 var aftur á móti 4,2% eða ívið hærra en valið tímabil í samanburðinum. Meðalhlutfallið á árunum 2017-2020 var svo 3,6% og það var 3,3% á árunum 2015-2020.

Samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar sem fjárlagafrumvarp næsta árs byggir á er reiknað með að opinber fjárfesting aukist um 19,8% í ár (úr 3,7% af VLF í 4,1%) og minnki svo um 1-6% á næstu þremur árum. Það felur í sér að hlutfall fjárfestingar af VLF verði 4,1% í ár, 4% á næsta ári, 3,8% 2023 og 3,5% 2024. Að meðaltali gefur þetta fjárfestingu upp á 3,8% af VLF á tímabilinu 2020-2024. Hvort að átak sé réttnefni yfir þessa þróun sé miðað við langtímameðaltöl er áhugaverð spurning.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru fjárfestingar ríkissjóðs tæpir 67 ma.kr. í fyrra, eða 2,3% af VLF. Meðalhlutfall fjárfestinga ríkissjóðs af VLF var 2,3% á árunum 1998-2020. Gert er ráð fyrir að fjárfestingarframlög hjá ríkissjóði í ár verði um 69 ma.kr. og í fjárlagafrumvarpi ársins 2022 er gert ráð fyrir rúmlega 71 ma.kr. Þetta þýðir að hlutfall fjárfestinga ríkissjóðs af VLF verður um 2,3% öll þessi ár. Það er því tæplega hægt að tala um mikið átak sé vísað til sögulegs meðaltals í þessu sambandi, en auðvitað eru fjárfestingarnar meiri en var á árunum eftir 2012.

Á undanförnum árum hefur verið mikið rætt um að styrkja þurfi ýmsa innviði samfélagsins, þar á meðal samgöngu- og raforkukerfið sem þarfnast augljóslega mikils viðhalds. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2022 kemur fram að fjárfestingarframlag til samgönguframkvæmda falli nú niður í kjölfar þess að átakinu lýkur á árinu 2021, en það hefur verið fjármagnað með umframarðgreiðslum frá fjármálafyrirtækjum. Þá kemur einnig fram í frumvarpinu að 2,6 ma.kr. framlag vegna breikkunar einbreiðra brúa falli niður.

Fjárfestingarátaki hins opinbera var ætlað að koma inn á meðan fjárfestingar atvinnuveganna væru í lægð vegna kreppueinkenna í hagkerfinu, bæði 2019 í kjölfar gjaldþrots WOW air og svo vegna Covid-19 faraldursins.

Sé litið á breytingar á fjárfestingum atvinnuveganna annars vegar og hins opinbera hins vegar sést greinilega að opinbert fjárfestingarátak náði aldrei að koma í stað fjárfestingar atvinnuveganna þegar hún fór minnkandi. Breytingar á fjárfestingum atvinnuveganna og fjárfestingum hins opinbera hafa fylgst nokkuð vel að frá árinu 2019. Og nú þegar farið er að birta yfir efnahagslífinu aukast opinberar fjárfestingar hins opinbera á sama tíma og í atvinnulífinu.

Lesa hagsjána í heild

Hagsjá: Opinber fjárfesting síðustu ára – átak eða í meðallagi?

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur