Tvö útboð sértryggðra skuldabréfa voru haldin í ágúst: 16. ágúst hélt Landsbankinn útboð þar sem bankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 1.060 á kröfunni 6,76% og LBANK CB 27 að fjárhæð 1.080 m.kr. á kröfunni 6,55%. 29. ágúst hélt Íslandsbanki útboð þar sem bankinn seldi bréf í flokknum ISB CB 27 að fjárhæð 1.300 m.kr. á kröfunni 6,90% og ISB CBI 6.600 m.kr. á kröfunni 2,20%.
Tveir flokkar sértryggðra bréfa eru á gjalddaga í september, ARION CB 22 á gjalddaga 2. september og ISB CBI 22 á gjalddaga 4. september. Heildarstærð ARION CB 22 er 46,7 ma.kr. að nafnvirði, þar af voru 23,8 ma.kr. útistandandi í lok júní samkvæmt hálfsársuppgjöri Arion banka. Heildarstærð ISB CBI 22 er 17,7 ma.kr. að nafnvirði (22,8 ma.kr. með áföllnum verðbótum), en það voru 17,9 ma.kr. útistandandi lok júní samkvæmt hálfsársuppgjöri Íslandsbanka.