Los­un vegna fram­leiðslu málma lang­mest í iðn­aði hér á landi

Sé litið á losun gróðurhúsalofttegunda í iðnaði hér á landi kemur ekki á óvart að framleiðsla málma er þar í algerum sérflokki. Á fyrri hluta ársins 2021 komu um 92% af allri losun í iðnaði frá framleiðslu málma og um 40% af allri losun atvinnulífs (öll losun án losunar frá heimilum) hér á landi kom frá framleiðslu málma á því tímabili.
Hverasvæði
10. september 2021 - Hagfræðideild

Í nýlegri Hagsjá kom fram að losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenska hagkerfinu hefur verið langmest frá flutningum á síðustu árum og þar á eftir í framleiðslu. Fyrir utan þessar tvær greinar eru það landbúnaður og fiskveiðar og svo heimilin sem losa mest hér á landi. Losun hefur almennt farið minnkandi frá árinu 2016 og var sú þróun farin af stað áður en kórónufaraldurinn lét til sín taka, en óneitanlega hefur faraldurinn truflað allan samanburð varðandi þróun á síðustu misserum.

Losun frá flutningum hefur minnkað mikið á síðustu árum og á það bæði við um sjóflutninga og flug. Losun vegna flutninga á sjó hefur þannig minnkað um 44% frá fyrri hluta ársins 2016 fram til sama tíma 2021 og losun frá flugi um 83%.

Sé litið á losun gróðurhúsalofttegunda í iðnaði hér á landi kemur ekki á óvart að framleiðsla málma er þar í algerum sérflokki. Á fyrri hluta ársins 2021 komu um 92% af allri losun í iðnaði frá framleiðslu málma og um 40% af allri losun atvinnulífs (öll losun án losunar frá heimilum) hér á landi kom frá framleiðslu málma á því tímabili.

Sé litið á þróunina frá 2016 kemur í ljós að losun vegna framleiðslu málma er eilítið sveiflukennd innan ársins, en meðallosun á ársfjórðungi á öllu tímabilinu var um 450 þúsund tonn CO2 ígilda. Sveiflan er þó ekki meiri en svo að munurinn milli hæsta og lægsta gildis eru um 13% af meðallosun þannig að losunin er eðli málsins samkvæmt nokkuð stöðug.

Frá árinu 2016 fram til 2019 var hlutfall losunar málma af losun alls atvinnulífs nokkuð stöðugt í kringum 30%. Þetta hlutfall var svo töluvert hærra á árunum 2020 og 2021, aðallega vegna minni losunar í flutningum, sérstaklega flugi. Eins og sjá má hefur losun frá framleiðslu málma ekki aukist í tonnum á þessu tímabili.

Þar sem aðrar framleiðslugreinar hér á landi losa mjög lítið miðað við framleiðslu málma er losun þeirra sýnd hér sem hlutfall af losun við framleiðslu málma. Framleiðsla á mat- og drykkjarvöru losar mest af þessum greinum, en þó ekki nema um 4% af losun við framleiðslu málma á fyrri hluta ársins 2021. Framleiðsla á efnum og efnavörum og vörum úr málmlausum steinefnum koma næstar og hefur losun vegna þeirrar starfsemi aukist. Losun vegna framleiðslu á pappír og pappírsvörum mælist hins vegar ekki lengur og má í því sambandi rifja upp fréttir af því þegar innlend framleiðsla á pappírsvörum lagðist af eftir að Costco hóf starfsemi hér á landi. Losun vegna framleiðslu þessa pappírs hefur þó ekki horfið, en mælist þess í stað innan annara hagkerfa.

Fyrir utan flutninga og framleiðslu eru það landbúnaður og fiskveiðar sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum hér á landi, eða um fjórðung samtals. Yfirferðin hér sýnir að aðrar framleiðslugreinar en framleiðsla málma vega ekki þungt í stóra samhenginu hvað losun varðar.

Það verður athyglisvert að fylgjast áfram með þróun þessara mála, sérstaklega eftir að afleiðingum faraldursins fer að linna og hagkerfið kemst aftur í eðlilegt horf. Markmið stjórnvalda, og þar með skuldbindingar, um a.m.k. 55% minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 miðað við árið 1990 eru háleit og ljóst er að það þarf að vinna öflugt starf til að þau náist.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Losun vegna framleiðslu málma langmest í iðnaði hér á landi

Þú gætir einnig haft áhuga á
Epli
24. júlí 2024
Verðbólga hækkar í 6,3%, meira en spár gerðu ráð fyrir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða í júlí, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólgan hækkar því úr 5,8% í 6,3%, um 0,5 prósentustig. Það sem kom mest á óvart í tölunum var að sumarútsölurnar voru lakari en við bjuggumst við og verð á matarkörfunni hækkaði meira en við héldum. Við gerum nú ráð fyrir að ársverðbólgan verði 6,2% í ágúst, 6,1% í september og 5,6% í október. Spáin er um 0,2-0,3 prósentustigum hærri en síðasta verðbólguspá sem við birtum í verðkönnunarvikunni.
Evrópsk verslunargata
22. júlí 2024
Vikubyrjun 22. júlí 2024
Í síðustu viku birtust gögn sem gáfu til kynna talsverðan kraft á íbúðamarkaði um þessar mundir. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% milli mánaða í júní og vísitala leiguverðs um 2,5%.
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur