Í lok desember stóð evran í 147,6 krónum samanborið við 147 í lok nóvember og Bandaríkjadalur í 130,4 samanborið við 129,4 í lok nóvember. Gengisvísitalan hækkaði (krónan veiktist) um 1,0% í desember.
Velta á gjaldeyrismarkaði var 16,5 ma.kr. (112 m.evra) í desember, nokkurn veginn óbreytt milli mánaða.
Seðlabankinn greip ekki inn í markaðinn í desember, annan mánuðinn í röð. Seðlabankinn greip síðast inn 5. október.
Horft yfir árið 2021 í heild þá styrktist krónan um 2,4% miðað við þróunina á gengisvísitölunni. Gengi krónu gagnvart evru styrktist um 5,4% en veiktist um 2,5% gagnvart Bandaríkjadal og 1,3% gagnvart Sterlingspundi.