Krónan var í hópi þeirra gjaldmiðla sem veiktust hvað mest á síðasta ári
Veiking krónunnar á síðasta ári er þó töluvert minni en í síðustu niðursveiflum hér á landi. Þannig lækkaði raungengi krónunnar um 13,1% í kreppunni 2001 og um samtals 35,3% í hruninu á árunum 2008 og 2009. Ástæðan fyrir því að veiking krónunnar varð ekki meiri á síðasta ári, þrátt fyrir að mjög stór hluti gjaldeyristekna landsins hafi nánast gufað upp, er hátt vægi ferðalaga okkar Íslendinga í innflutningi. Mikill samdráttur varð því einnig í innflutningi og gjaldeyrisútflæði vegna ferðalaga Íslendinga dróst því mikið saman milli ára. Það sem einnig studdi krónuna er að Seðlabankinn beitti stórum gjaldeyrisforða sínum til þess að koma í veg fyrir að gengi hennar veiktist langt umfram jafnvægi.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Krónan var í hópi þeirra gjaldmiðla sem veiktust hvað mest á síðasta ári