Hag­sjá: Munu op­in­ber­ar fjár­fest­ing­ar aukast veru­lega á þessu ári?

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var gert ráð fyrir að opinber fjárfesting yrði 3,3% af VLF árið 2018 og fari svo hækkandi og verði orðin 3,6-3,8% á árunum 2020-2021. Hagfræðideild hefur talið líklegt að þróunin verði eitthvað hraðari, m.a. vegna mikils pólitísks þrýstings á viðhald og endurnýjun innviða.
6. febrúar 2019

Samantekt

Opinberar fjárfestingar jukust um 23% árið 2017 eftir að hafa nánast staðið í stað næstu tvö ár þar á undan. Fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 2018 jókst opinber fjárfesting um 11,4% frá sama tímabili árið áður. Hlutur opinberra fjárfestinga af vergri landsframleiðslu (VLF) hækkaði í 3,1% 2017, úr 2,6% árið 2016. Hlutfallið hefur ekki verið hærra frá árinu 2010 þegar það var um 3,2%.

Aukin fjárfesting í innviðum samfélagsins er eitt þeirra mála sem hafa verið efst á dagskrá í samfélaginu á síðustu árum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar munu opinberar fjárfestingar aukast mikið á næstu árum og ná hámarki á árinu 2019. Meðal verkefna sem hafa verið í gangi og stefnt er að eru bygging nýs Landspítala, kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna og á nýrri Vestmannaeyjaferju, uppbygging hjúkrunarheimila og svo er átak í samgöngumálum sífellt á dagskrá.

Sé litið til þróunar fjárfestingar á fyrri hluta 2018 má sjá að fjárfestingar ríkissjóðs drógust saman á fyrstu tveimur ársfjórðungum ársins, en það er að hluta til vegna þess að fjárfestingar ríkissjóðs voru óvenju miklar á fyrstu tveimur ársfjórðungum ársins 2017. Mikill vöxtur hefur hins vegar verið í fjárfestingum sveitarfélaganna á síðustu misserum.

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra var gert ráð fyrir að opinber fjárfesting yrði 3,3% af VLF árið 2018 og fari svo hækkandi og verði orðin 3,6-3,8% á árunum 2020-2021. Hagfræðideild hefur talið líklegt að þróunin verði eitthvað hraðari, bæði vegna mikils pólitísks þrýstings á viðhald og endurnýjun innviða og þess að aukið svigrúm er að myndast til opinberra framkvæmda eftir því sem atvinnuvegafjárfesting dregst saman.

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins eru jafnan haldin í upphafi árs og þar eru kynntar áformaðar fjárfestingar á vegum stærstu aðila á opinberum markaði. Á síðasta útboðsþingi í janúar komu fram upplýsingar sem benda til mikillar aukningar á opinberri fjárfestingu. Á síðustu þremur útboðsþingum þar á undan voru kynnt áform um framkvæmdir upp á 80-90 ma.kr. og meðaltal áranna þriggja var um 86 ma.kr. Á þinginu nú í janúar voru kynnt áform um 128 ma.kr. framkvæmdir í ár, sem er tæplega 50% aukning miðað við meðaltal áforma síðustu þriggja ára.

Tölur Hagstofunnar um opinbera fjárfestingu eru stundum sveiflukenndar milli ársfjórðunga og stundum leiðréttar eftir á. Áform um framkvæmdir kunna einnig að breytast af ýmsum ástæðum og stundum færast verkefni á milli ára. Því er augljóslega ekki um jafnaðarmerki að ræða milli kynningar á útboðsþingi og talna um opinbera fjárfestingu fyrir sama tíma. Á árunum 2016 og 2017 voru áformin meiri en mældist síðar í opinberri fjárfestingu og 2018 verður fjárfestingin hugsanlega meiri en áformin. Áformin fyrir 2019 eru hins vegar svo mikil að líklegt er að töluvert stökk verði í opinberri fjárfestingu milli 2018 og 2019.

Í síðustu spá Hagfræðideildar var gert ráð fyrir að opinber fjárfesting ykist um 18% að raunvirði í fyrra, um 10% bæði árin 2019 og 2020 og 5% 2021. Það hefði þýtt að opinber fjárfesting færi yfir 4% af VLF á árinu 2020, en hún var að meðaltali 4,5% á árunum 1998-2008 og 3,1% af VLF á árunum 2008-2017. Ekki er ólíklegt að spá deildarinnar breytist við endurskoðun í maí 2019.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Munu opinberar fjárfestingar aukast verulega á þessu ári? (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur