Hag­sjá: Launa­þró­un stöð­ug – launa­hækk­an­ir tölu­vert um­fram kjara­samn­inga

Atvinnuleysi minnkaði stöðugt fram á mitt síðasta ár, en síðan hefur dregið verulega úr breytingum. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða miðað við mælingar Hagstofunnar var 2,9% í apríl og hefur sú tala verið nær óbreytt í eitt ár. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi var 2,1% nú í apríl, en 2,2% í apríl í fyrra.
14. júní 2018

Samantekt

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mars og apríl og heldur áfram að tifa í sama takti og verið hefur. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hefur verið nokkuð stöðugur í kringum 7% í tæpt ár. Verulega hefur hægt á aukningu kaupmáttar launa og hefur kaupmáttur verið nokkuð stöðugur frá því um mitt ár 2017. Vegna þess að kaupmáttur var enn að aukast í apríl í fyrra var hann tæpum 5% meiri í apríl nú en hann var fyrir ári.

Breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári fram til febrúar 2018 var áberandi mest hjá tæknum og sérmenntuðu fólki. Segja má að þetta endurspegli stöðu þessara hópa í efnahagslífinu um þessar mundir, en staða slíkra hópa er jafnan sterk þegar mikil eftirspurn er eftir vinnuafli. Það vekur athygli að laun stjórnenda hafa hækkað áberandi minnst á þessum 12 mánuðum. Umræða á vinnumarkaðnum hefur verið að færast í þá átt að þörf sé á verulegri leiðréttingu lægstu launa. Þessar tölur um hækkun starfsstétta sýna að hækkun launa verkafólks hefur verið sú næst lægsta á einu ári.

Sé þróun launa einstakra starfsstétta skoðuð yfir núverandi samningstímabil, sem er sama tímabil og var haft til viðmiðunar í SALEK samkomulaginu, má sjá að laun tækna og sérmenntaðs fólks annars vegar og verkafólks hins vegar hafa hækkað mest, eða um og yfir 32%. Munurinn gagnvart næstu hópum er þó ekki mikill. Launaramminn samkvæmt SALEK samkomulaginu var 32% frá árslokum 2014 fram til ársloka 2018. Flestir þessara hópa fengu 3% hækkun launa þann 1. maí sl. sem ekki er komin inn í vísitöluna þannig að launahækkanir á samningstímabilinu verða töluvert meiri en SALEK viðmiðin gerðu ráð fyrir.

Athygli vekur að laun stjórnenda og sérfræðinga hafa hækkað mun minna en annarra hópa á þessu tímabili og á það sérstaklega við um laun stjórnenda þar sem launin hafa hækkað 10 prósentustigum minna en hjá hæsta hópnum.

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á einu ári, frá febrúar 2017 til febrúar 2018, má sjá að launahækkanir á almenna markaðnum hafa verið mestar og mun meiri en á opinbera markaðnum. Launahækkanir hjá sveitarfélögum hafa verið minnstar. Sé litið til atvinnugreina hafa laun hækkað langmest í flutningum og geymslu frá febrúar 2017 til febrúar 2018. Laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hafa hækkað næstmest á þessu tímabili á meðan laun í framleiðslu hafa hækkað áberandi minnst. Launavísitalan hækkaði um 7,3% á þessum tíma þannig að laun í flutningum og geymslu hafa hækkað verulega umfram meðaltalið en laun í framleiðslu töluvert minna.

Sé litið á tímabilið frá janúar 2015 til apríl 2018 má sjá að launavísitalan hefur hækkað töluvert umfram samningsbundnar hækkanir sem sýnir að launakostnaður fyrirtækjanna hefur hækkað meira en samið var um í heildarkjarasamningi. Það passar auðvitað vel við hagsveifluna á þessum tíma og þýðir að staðbundnir samningar og hreint launaskrið hafa hækkað launin umfram það sem gert var ráð fyrir.

Launakostnaður á framleidda einingu hækkaði um tæp 17% hér á landi frá 2014 til 2017. Á sama tíma var samsvarandi hækkun um 6% í Þýskalandi og 3,3% á Evrusvæðinu öllu. Það gefur augaleið að þessi staða hefur verið og er íslenskum útflutningsgreinum mjög erfið. Hér koma bæði til miklar launahækkanir hér á landi og styrking krónunnar á þessum tíma.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launaþróun stöðug – launahækkanir töluvert umfram kjarasamninga (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur