Hag­sjá: Launa­þró­un stöðug – launa­hækk­an­ir tölu­vert um­fram kjara­samn­inga

Atvinnuleysi minnkaði stöðugt fram á mitt síðasta ár, en síðan hefur dregið verulega úr breytingum. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða miðað við mælingar Hagstofunnar var 2,9% í apríl og hefur sú tala verið nær óbreytt í eitt ár. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi var 2,1% nú í apríl, en 2,2% í apríl í fyrra.
14. júní 2018

Samantekt

Launavísitalan hækkaði um 0,3% milli mars og apríl og heldur áfram að tifa í sama takti og verið hefur. Hækkunartaktur launa á ársgrundvelli hefur verið nokkuð stöðugur í kringum 7% í tæpt ár. Verulega hefur hægt á aukningu kaupmáttar launa og hefur kaupmáttur verið nokkuð stöðugur frá því um mitt ár 2017. Vegna þess að kaupmáttur var enn að aukast í apríl í fyrra var hann tæpum 5% meiri í apríl nú en hann var fyrir ári.

Breyting launa eftir starfsstéttum á einu ári fram til febrúar 2018 var áberandi mest hjá tæknum og sérmenntuðu fólki. Segja má að þetta endurspegli stöðu þessara hópa í efnahagslífinu um þessar mundir, en staða slíkra hópa er jafnan sterk þegar mikil eftirspurn er eftir vinnuafli. Það vekur athygli að laun stjórnenda hafa hækkað áberandi minnst á þessum 12 mánuðum. Umræða á vinnumarkaðnum hefur verið að færast í þá átt að þörf sé á verulegri leiðréttingu lægstu launa. Þessar tölur um hækkun starfsstétta sýna að hækkun launa verkafólks hefur verið sú næst lægsta á einu ári.

Sé þróun launa einstakra starfsstétta skoðuð yfir núverandi samningstímabil, sem er sama tímabil og var haft til viðmiðunar í SALEK samkomulaginu, má sjá að laun tækna og sérmenntaðs fólks annars vegar og verkafólks hins vegar hafa hækkað mest, eða um og yfir 32%. Munurinn gagnvart næstu hópum er þó ekki mikill. Launaramminn samkvæmt SALEK samkomulaginu var 32% frá árslokum 2014 fram til ársloka 2018. Flestir þessara hópa fengu 3% hækkun launa þann 1. maí sl. sem ekki er komin inn í vísitöluna þannig að launahækkanir á samningstímabilinu verða töluvert meiri en SALEK viðmiðin gerðu ráð fyrir.

Athygli vekur að laun stjórnenda og sérfræðinga hafa hækkað mun minna en annarra hópa á þessu tímabili og á það sérstaklega við um laun stjórnenda þar sem launin hafa hækkað 10 prósentustigum minna en hjá hæsta hópnum.

Sé litið á launabreytingar stóru hópanna á einu ári, frá febrúar 2017 til febrúar 2018, má sjá að launahækkanir á almenna markaðnum hafa verið mestar og mun meiri en á opinbera markaðnum. Launahækkanir hjá sveitarfélögum hafa verið minnstar. Sé litið til atvinnugreina hafa laun hækkað langmest í flutningum og geymslu frá febrúar 2017 til febrúar 2018. Laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hafa hækkað næstmest á þessu tímabili á meðan laun í framleiðslu hafa hækkað áberandi minnst. Launavísitalan hækkaði um 7,3% á þessum tíma þannig að laun í flutningum og geymslu hafa hækkað verulega umfram meðaltalið en laun í framleiðslu töluvert minna.

Sé litið á tímabilið frá janúar 2015 til apríl 2018 má sjá að launavísitalan hefur hækkað töluvert umfram samningsbundnar hækkanir sem sýnir að launakostnaður fyrirtækjanna hefur hækkað meira en samið var um í heildarkjarasamningi. Það passar auðvitað vel við hagsveifluna á þessum tíma og þýðir að staðbundnir samningar og hreint launaskrið hafa hækkað launin umfram það sem gert var ráð fyrir.

Launakostnaður á framleidda einingu hækkaði um tæp 17% hér á landi frá 2014 til 2017. Á sama tíma var samsvarandi hækkun um 6% í Þýskalandi og 3,3% á Evrusvæðinu öllu. Það gefur augaleið að þessi staða hefur verið og er íslenskum útflutningsgreinum mjög erfið. Hér koma bæði til miklar launahækkanir hér á landi og styrking krónunnar á þessum tíma.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Launaþróun stöðug – launahækkanir töluvert umfram kjarasamninga (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur