Hag­sjá: Hækk­un fast­eigna­verðs í stærri bæj­um - mest í ná­grenni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri bæjum (sveitarfélögum) á milli 2. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði markvert meira á Akranesi og í Reykjanesbæ og Árborg en á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri á því tímabili.
19. ágúst 2019

Samantekt

Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri bæjum (sveitarfélögum) á milli 2. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði markvert meira á Akranesi og í Reykjanesbæ og Árborg en á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri á því tímabili. Verð hækkaði langmest á Akranesi, bæði milli ára og frá fyrri ársfjórðungi. Hækkunin var minnst á Akureyri milli ára og næst minnst á höfuðborgarsvæðinu frá fyrri ársfjórðungi.

Vegið fermetraverð fjölbýlis og sérbýlis er enn mun hærra á höfuðborgarsvæðinu en gerist í stóru bæjunum fjórum. Á öðrum ársfjórðungi í ár var meðalfermetraverð fjölbýlis og sérbýlis miðað við viðskipti um 453 þús. kr. á höfuðborgarsvæðinu á meðan það var um 298 þús.kr. í Árborg, þar sem það var lægst af þessum bæjum. Sé fermetraverðið sett á vísitöluform miðað við 100 á höfuðborgarsvæðinu má sjá að verðið á Akureyri er rúmlega þrír fjórðu hlutar af verðinu á höfuðborgarsvæðinu og verðin í hinum bæjunum tæplega og í kringum 70%. Bilið á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins hefur verið svipað í nokkur ár, en hinir bæirnir þrír hafa minnkað bilið nokkuð á síðustu árum.

Séu tölur um fermetraverð bornar saman við stöðuna í upphafi árs 2015 kemur í ljós að verð á Akureyri er nú ívið hærra hlutfall af verðinu á höfuðborgarsvæðinu en var fyrir fjórum árum. Allir fjórir bæirnir hafa unnið á miðað við höfuðborgarsvæðið á þessum tíma, sérstaklega Árborg og Reykjanesbær, þar sem breytingin er veruleg.

Sé litið á þróunina til lengri tíma má sjá að talsvert hægði á verðhækkunum á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2017. Á sama tíma héldu hækkanir áfram í bæjunum fjórum. Sums staðar hafa hækkanir verið verulegar á ýmsum tímum, t.d. í Reykjanesbæ frá árinu 2017, í Árborg 2016 og 2017 og á Akranesi 2017.

Þeir bæir sem eru skoðaðir hér eru mismunandi stórir og því eðlilegt að fjöldi viðskipta með íbúðarhúsnæði sé mismunandi. Sé þróunin borin saman á vísitöluformi og miðað við 1. ársfjórðung 2015 sem grunn sést að Árborg sker sig nokkuð úr hvað fjölgun viðskipta snertir, en marga síðustu ársfjórðunga hafa viðskipti verið um 80% færri en í upphafi árs 2015. Svipað má segja um Reykjanesbæ, en þar hafa sveiflurnar verið meiri. Á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Akureyri var fjöldi viðskipta svipaður í lok tímabilsins og í upphafi. Eins og sjá má eru sveiflur miklar milli árfjórðunga og því getur val á upphafspunkti haft töluverð áhrif á niðurstöðuna.

Töluvert hefur verið byggt af nýjum íbúðum í öllum þessum bæjum á síðustu árum. Sé litið á hlutfall nýrra íbúða af viðskiptum hefur það verið mismunandi. Árborg sker sig nokkuð úr, en engar nýjar íbúðir voru seldar á árunum 2015 og 2016. Á árinu 2018 voru um 30% viðskipta með íbúðir í fjölbýli nýjar og á fyrri hluta þessa árs voru yfir 60% seldra íbúða nýjar. Á Akureyri voru um 25% seldra íbúða nýjar á árinu 2018 og í Reykjanesbæ hafa um 25% seldra íbúða á fyrri hluta 2019 verið nýjar.

Fermetraverð nýrra íbúða er að jafnaði hærra en á þeim eldri. Munurinn hefur þó verið mismunandi milli sveitarfélaga. Á höfuðborgarsvæðinu hefur fermetraverð nýrra íbúða að jafnaði verið 20-25% hærra en eldri íbúða á tímabilinu 2015-2019. Verðmunurinn milli nýrra og eldri íbúða hefur verið mestur á Akranesi á þessu tímabili, en hann hefur þó farið minnkandi. Á árinu 2015 var fermetraverð nýrra seldra íbúða um 70% hærra en á þeim eldri. Upp á síðkastið hefur verðmunurinn verið um 40%. Verðmunur nýrra og eldri íbúða á Akureyri hefur verið nokkuð stöðugur allt tímabilið.

Tölurnar hér að framan sýna að frá upphafi ársins 2015 hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað minna en í fjórum stærstu bæjunum utan þess. Sá tími virðist því liðinn að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki mun meira en annars staðar á landinu. Af stærri bæjum landsins eru verðhækkanir greinilega meiri í stærri sveitarfélögunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en á Akureyri þar sem markaðurinn virðist hafa róast á síðasta ári.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hækkun fasteignaverðs í stærri bæjum - mest í nágrenni höfuðborgarsvæðisins (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur