Hag­sjá: Hækk­un fast­eigna­verðs í stærri bæj­um - mest í ná­grenni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri bæjum (sveitarfélögum) á milli 2. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði markvert meira á Akranesi og í Reykjanesbæ og Árborg en á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri á því tímabili.
19. ágúst 2019

Samantekt

Sé litið á tölur úr verðsjá Þjóðskrár Íslands um þróun fasteignaverðs í stærri bæjum (sveitarfélögum) á milli 2. ársfjórðungs 2018 og 2019 má sjá að verð hækkaði markvert meira á Akranesi og í Reykjanesbæ og Árborg en á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri á því tímabili. Verð hækkaði langmest á Akranesi, bæði milli ára og frá fyrri ársfjórðungi. Hækkunin var minnst á Akureyri milli ára og næst minnst á höfuðborgarsvæðinu frá fyrri ársfjórðungi.

Vegið fermetraverð fjölbýlis og sérbýlis er enn mun hærra á höfuðborgarsvæðinu en gerist í stóru bæjunum fjórum. Á öðrum ársfjórðungi í ár var meðalfermetraverð fjölbýlis og sérbýlis miðað við viðskipti um 453 þús. kr. á höfuðborgarsvæðinu á meðan það var um 298 þús.kr. í Árborg, þar sem það var lægst af þessum bæjum. Sé fermetraverðið sett á vísitöluform miðað við 100 á höfuðborgarsvæðinu má sjá að verðið á Akureyri er rúmlega þrír fjórðu hlutar af verðinu á höfuðborgarsvæðinu og verðin í hinum bæjunum tæplega og í kringum 70%. Bilið á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins hefur verið svipað í nokkur ár, en hinir bæirnir þrír hafa minnkað bilið nokkuð á síðustu árum.

Séu tölur um fermetraverð bornar saman við stöðuna í upphafi árs 2015 kemur í ljós að verð á Akureyri er nú ívið hærra hlutfall af verðinu á höfuðborgarsvæðinu en var fyrir fjórum árum. Allir fjórir bæirnir hafa unnið á miðað við höfuðborgarsvæðið á þessum tíma, sérstaklega Árborg og Reykjanesbær, þar sem breytingin er veruleg.

Sé litið á þróunina til lengri tíma má sjá að talsvert hægði á verðhækkunum á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2017. Á sama tíma héldu hækkanir áfram í bæjunum fjórum. Sums staðar hafa hækkanir verið verulegar á ýmsum tímum, t.d. í Reykjanesbæ frá árinu 2017, í Árborg 2016 og 2017 og á Akranesi 2017.

Þeir bæir sem eru skoðaðir hér eru mismunandi stórir og því eðlilegt að fjöldi viðskipta með íbúðarhúsnæði sé mismunandi. Sé þróunin borin saman á vísitöluformi og miðað við 1. ársfjórðung 2015 sem grunn sést að Árborg sker sig nokkuð úr hvað fjölgun viðskipta snertir, en marga síðustu ársfjórðunga hafa viðskipti verið um 80% færri en í upphafi árs 2015. Svipað má segja um Reykjanesbæ, en þar hafa sveiflurnar verið meiri. Á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Akureyri var fjöldi viðskipta svipaður í lok tímabilsins og í upphafi. Eins og sjá má eru sveiflur miklar milli árfjórðunga og því getur val á upphafspunkti haft töluverð áhrif á niðurstöðuna.

Töluvert hefur verið byggt af nýjum íbúðum í öllum þessum bæjum á síðustu árum. Sé litið á hlutfall nýrra íbúða af viðskiptum hefur það verið mismunandi. Árborg sker sig nokkuð úr, en engar nýjar íbúðir voru seldar á árunum 2015 og 2016. Á árinu 2018 voru um 30% viðskipta með íbúðir í fjölbýli nýjar og á fyrri hluta þessa árs voru yfir 60% seldra íbúða nýjar. Á Akureyri voru um 25% seldra íbúða nýjar á árinu 2018 og í Reykjanesbæ hafa um 25% seldra íbúða á fyrri hluta 2019 verið nýjar.

Fermetraverð nýrra íbúða er að jafnaði hærra en á þeim eldri. Munurinn hefur þó verið mismunandi milli sveitarfélaga. Á höfuðborgarsvæðinu hefur fermetraverð nýrra íbúða að jafnaði verið 20-25% hærra en eldri íbúða á tímabilinu 2015-2019. Verðmunurinn milli nýrra og eldri íbúða hefur verið mestur á Akranesi á þessu tímabili, en hann hefur þó farið minnkandi. Á árinu 2015 var fermetraverð nýrra seldra íbúða um 70% hærra en á þeim eldri. Upp á síðkastið hefur verðmunurinn verið um 40%. Verðmunur nýrra og eldri íbúða á Akureyri hefur verið nokkuð stöðugur allt tímabilið.

Tölurnar hér að framan sýna að frá upphafi ársins 2015 hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað minna en í fjórum stærstu bæjunum utan þess. Sá tími virðist því liðinn að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki mun meira en annars staðar á landinu. Af stærri bæjum landsins eru verðhækkanir greinilega meiri í stærri sveitarfélögunum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en á Akureyri þar sem markaðurinn virðist hafa róast á síðasta ári.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Hækkun fasteignaverðs í stærri bæjum - mest í nágrenni höfuðborgarsvæðisins (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. okt. 2024
Vikubyrjun 28. október 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Fiskveiðinet
22. okt. 2024
Meiri hagvöxtur ef loðna finnst
Hafrannsóknarstofnun leggur til að ekki verði gefinn út loðnukvóti fyrir veiðitímabilið 2024/2025. Ráðgjöfin verður uppfærð í janúar, þegar nýjar mælingar fara fram og því er ekki útséð um loðnuveiðar á næsta ári. Fyndist loðna í nægilegu magni hefði það töluverð áhrif á hagvöxt á næsta ári. Loðna hefur verið veidd hér á landi frá árinu 1962 og aðeins þrisvar orðið algjör loðnubrestur, árin 2019, 2020 og nú síðast í ár. 
21. okt. 2024
Vikubyrjun 21. október 2024
Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
15. okt. 2024
Morgunfundur um hagspá til 2027 - upptökur
Hagspá Landsbankans til ársins 2027 var kynnt á morgunfundi í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 15. október 2024 en auk þess var fjallað um stöðu og horfur á alþjóðlegum mörkuðum og í áhugaverðum pallborðsumræðum ræddu forstjórar fjögurra útflutningsfyrirtækja um tækifæri og áskoranir í útflutningi.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Hagspá til 2027: Hagkerfið nær andanum
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug.
Smiður
14. okt. 2024
Vikubyrjun 14. október 2024
Í fyrramálið kynnum við nýja hagspá til ársins 2027 á morgunfundi í Hörpu. HMS birtir í vikunni vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn. Á miðvikudag birtist svo fundargerð peningastefnunefndar. Í síðustu viku bar hæst að erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í september á sama tíma og atvinnuleysi jókst lítillega.
Frosnir ávextir og grænmeti
10. okt. 2024
Spáum að verðbólga hjaðni í 5,1% í október 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,27% á milli mánaða í október og að verðbólga lækki úr 5,4% niður í 5,1%. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,2% í janúar á næsta ári.
Seðlabanki Íslands
7. okt. 2024
Vikubyrjun 7. október 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti í síðustu viku, í fyrsta sinn í fjögur ár. Stýrivextir eru nú 9% eftir að hafa staðið í 9,25% í meira en ár. Verðbólga á evrusvæðinu er enn á niðurleið og mældist 1,8% í september, undir 2% verðbólgumarkmiði. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum verða birtar í þessari viku.
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur