Samantekt
Fjöldi gistinátta á hótelum hér á landi nam tæplega 4,5 milljónum á síðasta ári og jókst fjöldinn um 4,6% milli ára. Fjöldi gistinátta útlendinga nam rúmlega 4 milljónum og jókst hann um 3,8% milli ára. Gistinætur Íslendinga námu 456 þúsund og fjölgaði um 11,8% milli ára. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem að gistinætur Íslendinga á hótelum jukust hlutfallslega meira en gistinætur erlendra ferðamanna. Á því ári fækkaði reyndar gistinóttum erlendra ferðamanna um 1,9% en um 1,4% fækkun varð á gistinóttum Íslendinga.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Fjöldi gistinátta á hótelum jókst um 4,6% á síðasta ári (PDF)